mánudagur, nóvember 29, 2004

Heimsendir í nánd???

Okkur hjúum varð það á í gær að álpast inn í Garðheima og guð hjálpi mér. Ég get svo svarið það að fólk er að missa sig, fyrsti sunnudagur í aðventu og hálfur annar helvítishellingur af fólki með brjálaðan kaupglampa í augunum á hlaupum í búðinni. Já sagt og skrifað á hlaupum, ótrúlegt. Nánast eins og heimsendir væri í nánd og til að lifa af ættiru að eyða eins miklum pening og mögulegt er á sem fæstum mínútum. Já þannig er nú það. Ég þaut inn á ógnarhraða svona til að skera mig ekki úr fjöldanum og upp á aðra hæð, reif double tape úr hillunni strunsaði að kassanum til að borga og hljóp út. Hver segir svo að ég geti ekki falið mig í fjöldanum?????

Annars var helgin afspyrnu róleg, við fórum á aðventukvöld í Seljakirkju. Sem jú var alveg ágætt, nema hvað ég þoli ekki þegar kórar missa sig í einhverju listrænum söngvum og gleyma gleðinni sem á að fylgja aðventunni. Það er virkilega gaman að vera flutt í nýtt hverfi og geta gagnrýnt jólaskreytingar annarra hehehehehe fyrri nágrannar voru svo fyrirsjáanlegir að ég var búin að dissa það dæmi allt. Hef eins og áður sagði heilu blokkirnar til að glápa á í stjörnukíkinum eða þannig. Alveg merkilegt hvað það er til mikið af ósmekklegum skreytingum, jakkkkkkkkkkkk, sem betur fer er líka til fullt af smekklegu fólki. En jæja ætli sé ekki komið nóg af tuði í bili, er farin að horfa á Survior :)
bæjó spæjó

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Fótspor

Mann einn dreymdi um nótt. Hann dreymdi að hann væri á gangi eftir ströndinni með Drottni. Yfir himinum leiftruðu sýnir úr lífi hans. Fyrir hverja sýn sá hann tvenn fótspor í sandinum, önnur tilheyrðu honum og hin tilheyrðu Drottni.

Er síðasta sýnin úr lífi hans leiftraði fyrir augum hans, leit hann við eftir fótsporunum í sandinum. Hann veitt því athygli, að oft á lífsleið hans voru aðeins ein fótspor. Hann veitti því einnig athygli, að þetta átti sér stað á verstu og döprustu augnablikum lífs hans.

Þetta olli honum hugarangri og hann innti því Drottin: “Drottinn, þú sagðir, að er ég ákvæði að fylgja þér, mundir þú fylgja mér alla leið. En ég hef tekið eftir, að á erfiðustu augnablikum lífs míns eru aðeins spor. Ég skil ekki hví þú yfirgafst mig er ég þurfti mest á þér að halda”

Drottinn svaraði: “Ástkæra, ástkæra barnið mitt, ég ann þér og mundi aldrei yfirgefa þig, á tímum prófrauna þinna og þjáninga. Þegar þú sérð aðeins ein fótspor, þá var það ég sem bar þig”


þriðjudagur, nóvember 23, 2004

hitt og þetta, en aðallega þetta :)

Jæja þá er ein enn vikan lögð afstað í þessu lífi og gott betur en það, kl orðin eftir vinnu á þriðjudegi.
Við áttum ágætis helgi heima hjá okkur um helgina, Gestur lærði og lærði og vann og vann og ég föndraði. Við fórum svo í Tómasarmessu í Breiðholtskirkju á sunnudagskvöldið og komum heim endurnærð eftir andlegt fóður og sakramenti. Aldrei upplifað eins sterkt tilfinningaflæði hjá mér í messu áður, skrýtið. Finn enga rökrétta skýringu á því. Varð eiginlega bara alveg hissa c´,)
Í dag var ég í starfskynningu í Klúbbnum Geysi og líkaði það ljómandi vel. Fáir klúbbmeðlimir mættu í dag, spurning um hvað Sonja hefur gert við þá í gær???? Ha Sonja :) hehehhehehehe nettur djókur hér á ferð. Ætla síðan að halda áfram í föndrinu eða heklinu í kvöld og annað augað á sjónvarpsskjáinn, vonandi eitthvað áhugavert í því.
Verð að tjá mig um eitt málefni enn, get svo svarið það, ég hélt ég myndi aldrei nokkurn tímann í þessu lífi kaupa mér geisladisk með Robby Williams. En jæja ég keypti mér greatest hits í fríhöfninni um daginn og hann er bara stórfínn. Ja hérna hér svona gerast undrin. En annars kom diskur ársins út í gær 22. nóvember þegar U2 gaf út how to dismantle a antomic bomb, á bara eftir að kaupa mér hann við fyrsta tækifæri og um leið og bankareikningurinn segir Guðbjörg þú mátt !!!!! gargandi snilld, er búin að hlusta á hann á netinu á www.u2.com Nema auðvitað ég fái hann í jólagjöf :) eða í skóinn fyrir að vera þæg og góð stúlka!!!!! já ekki orð um það meir

föstudagur, nóvember 19, 2004

hyperaktiv

Hafi ég verið hyper á mánudaginn þá er ég enn meira hyper núna. Er í miðju umsóknarferli fyrir vinnu og er megaspennt. Það eru nebbbblilega ansi hæfir aðilar sem sóttu um líka, 19 stk takk fyrir og sko svo er ég að fara í viðtal annarsstaðar á mánudagsmorguninn. Allt að gerast hérna mar og ég hef ansi takmarkaða einbeitingu til að sinna mínu starfi hér og nú.
Helgarplanið er simpelt, slökun og afslappesli eða þá flísalögn veit ekki alveg ennþá. Kemur í ljós í dag hvort kennari í guðfræðideildinni ætlar að skella nemunum í heimapróf um helgina svo ég bíð spennt eftir því. Ef Gestur fer í próf þá ætla ég að dúllast í jólakortagerð og allllllskonar föndri jibbbbbbý skibbbbbbbý. Þessi vika er búin og ég er glöð með það, vika námskeiða er á enda og ég er búin að skemmta mér konunglega á þeim.
En well er farin að hlusta á fyrirlestur
Góða helgi dúllllls

mánudagur, nóvember 15, 2004

hyperafofmiklumsykri

er hyper eftir of mikla neyslu sykurs og pepsi max eftir bráðskemmtilegan saumaklúbb í kvöld. Ætti að hunska mér í bælið svo ég verið viðræðuhæf fyrir kl 10 í fyrramálið og muni eftir að stoppa fyrir Lindu. Að vanda var mikið etið, drukkið, hlegið og skemmt sér á eigin kostnað og annarra :) allt með vinsemd og virðingu í garð náungans. Jakkkk hvað þetta er væmið.
Við fórum í sveitina um helgina og komum ansk.... seint í gærkvöldi til baka. Það var prýðilegt að komast aðeins í fjósið og anda að sér ómengaðri skítalykt og fara síðan í fjárhúsin. Er svakalega mikil sveitastelpa inn við beinið hehehehe held það sé ekki svo djúpt á því. Finnst svo róandi og gefandi að umgangast dýr, en það þýðir samt ekki að ég vilji taka dýr inn á heimili mitt í Kópavognum, það er aldeilis ekki það sama. Væri jú til í að eiga fiska, það fylgir þeim svo lítið vesen, þarf ekkert að viðra þá eða þrífa upp hár hér og þar og allstaðar.
Heyrðu já Fanney heyrðu sko en hérna námskeiðs æðið er ekki búið ennþá, því í þessari viku er seinnihlutinn af körfunámskeiðinu og svo fjármálanámskeið (mérveitirskoekkiafþvíaðæfamigaðeinsíþvíaðreynaaðsparasvoéggetigertsvoótalmargt) þá held ég að námskeiðsaldan sé búin í bili :) Enda komin tími til að fara á fullt í jólaföndrinu, ekki seinna vænna sko að. Er búin að vera í lága drifinu þar síðustu vikur. En jæja best að fara að leggja sig í bólið sitt og sofa hratt, vel og stutt.

Góða nótt gott fólk og verið gott við hvort annað, vil ekki nein díteils á því samt!!!!

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Stutt gaman skemmtilegt

Kæra dagbók í dag er 11. nóvember og það er einn vinnudagur eftir í þessari viku. heheheh alltof háfleygt mar. Ég stefni á það að fara í sveitó um helgina og anda að mér hreinni sveitalykt með ríkri fjósafýlu og smá lambalykt mmmmmmmmmmmmmm finn ilminn strax. Langt síðan við höfum farið og næstum því síðustu forvöð áður en Gestur fer í jólapróf. Ójá skólafólk, gleðin er á enda og það styttist í prófin svo ykkur er óhætt að taka plastið utan af skólabókunum og hefja lesturinn. Er ég kannski að tala einhverju leiti af einhverskonar reynslu, ja hver vei!!! segi ekki meir um það. Stutt gaman skemmtilegt, ég er farin að flísa með mínum karli. Ef ég sit hérna mikið lengur þá sofna ég zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz er ansi sybbbbinnn. Var á körfunámskeiði í gærkvöldi fyrrihluta á framhaldsnámskeiði, framhald í næstu viku. Mjög skemmtilegt og afrakstur gærkvöldsins er ansi litaglaður :) bara gaman af því


sí jú another time fóks

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Góðfúslegt blogg að hætti Guðbjargar

mér var góðfúslega bent á að það hefði ekki verið skrifaður stafur hér inn síðan 5. nóvember. Og auðvitað settist ég við tölvuskjáinn og ætlaði að skrifa eitthvað ansi hreint smellið en þá yfir gaf andinn mig og ég sit hér andlaus og hvað eru mörg og í því?????? Lífið gengur sinn vanagang, ég browsa á netinu að nýju starfi og sendi út umsóknir :) það vonandi skilar einhverju skemmtilegu. Ef einhver veit af áhugaverðu starfi og ekki sakar að launin séu há, þá endilega láta mig vita á netfangið gudbjorg@svaka.net ekki feimin koma svo......... Er opin fyrir mörgum tilboðum nema ekki þrífa hús nenni því ekki heima hjá mér svo afhverju ætti ég að stunda það heima hjá öðrum???? ok, væri samningsatriði ef ég fengi 10 þús á tímann.
Við hjúin tókum flísasyrpu um helgina og vonandi heldur sú syrpa áfram eitthvað út vikuna. Get svo svarið það að ég sé loksins fyrir endan á flísalögn mínus fúgur. Hlaut að vera einhver mínus í þessu. En fjandakornið það hlýtur að vera fljótlegra en líma þessar skrattans flísar á veggina!!!! Skellti mér eftir vinnu í gær og rifjaði upp handtökin við parketlögn með foreldrum mínum, ég svei mér þá mundi þetta ennþá og líka að það er miklu skemmtilegra að parketleggja en flísaleggja. Er einhver til í að skipta við mig?????? Held samt að iðnaðarmannajobbbbb sé ekki fyrir mig. En jæja svona er lífið og tilveran á lundinum í dag :) magnaðar bylgjur í lofti og sólin skín. En talandi um Bylgjur, sendi hér með risaknús til Bylgju hetju á Akranesi knússsssssssssssssssssssssssssss hugsa til ykkar á hverjum degi :)

föstudagur, nóvember 05, 2004

jibbbbbbbbbbý skibbbbbbbbbbbbý www.jol.is er búin að opna á nýjan leik eftir 11 mánaða frí :) endilega kíkið

boring, boring, veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera. Veik heima og leiðist það svakalega, einbeitingin engin svo ekki sit ég og föndra. Er ekki einhver til í að vorkenna mér????? best að leggjast aftur upp í rúm og lesa :/ get samt yljað mér við minningar um utanlandsferð og eldvarnarnámskeið heheheheheh.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

jæja gott fólk, fyrstu vinnudagurinn að baki eftir ferðalag og ég gjörsamlega búin á því. Ónæmiskerfið eitthvað að kvarta og sendi mér þessa fínu hálsbólgu og beinverki, en mar sér nú við svoleiðisveseni með smá lyfjaskammti frá Lyfju Lágmúla. Já þetta blogg er í boði Lyfju Lágmúla þar sem ég kaupi allt mitt dóp á heiðarlegan hátt..... segi ekki frá mínum dílerum þar fyrir utan. Sofnaði eftir vinnu og er illa geðfúl og lítið spræk í þessum pikkuðum orðum, lyktarstuðullinn er örugglega í 10 þessa stundina. Gestur þessi elska er að elda handa mér íslenskan mat að hætti mömmu :) slef slef slef....... gott að fá íslenskan mat. Annars fórum við á yndislegan ítalskan veitingastað í Edinborg sem heitir "Bella Italia" mæli eindregið með honum ;) svo er kínastaður í nágrenninu sem heitir Shjanghæ ja sko eða mig minnir það alla vega.... Að sjálfsögðu var farið út að borða á hverju kvöldi slef slef elska svoleiðis. Annars finnst mér maturinn í Prag mun betri en í Edinborg. Ég fór meira að segja í fyrsta sinn á Burger king stað hef t.d. aldrei borðað á Mac donalds, er algjör nölli í þessum málum. Já hvað er eftir að reporta hér??? hummm hummm hugsi hugsi Gestur lenti næstum því undir tveggja hæða strætóí Edinborg og í Prag lenti hann næstum því undir sporvagni. Verð að fara hafa manninn i beisli svo hann fari sér ekki að voða c´,) en kvikindið ég gat alla vega hlegið að honum ásamt fleirum heheheheheheheheheheeee.

Farin í bili en mun koma aftur, þið munuð ekki losna við mig múhahahhahahahahaha

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

kominn heim í heiðardalinn eftir að hafa farið í víking til Skotlands, jibbbý kóla hvað þetta var skemmtilegt. Yndislegt að fara svona í smá frí og upplifa nýjar lendur. Við fórum m.a. í helling af búðum, skoðum flottan kastala, whisky verksmiðju, ullarmarkað, veitingastaði, garð, já og örugglega ýmislegt fleira. Keyptum nú ekki eins mikið og við ætluðum okkur, erum svo fja..... hógvær nú eða svona léleg að leita, var búin að sjá skóbúðirnar í hillingum og kaupa mér amk 1 skópar en nei nei ég kem heim án þess að eiga nýja skó púffffffffffff en ég verð að lifa við það......... fann ekkert sem passaði mér. Well þýðir ekki að skæla yfir því. Edinborg er mjög falleg borg með eldgömlum byggingum í bland við nýrri, þarf að fara þangað aftur til að skoða meira, kom mér á óvart hversu snyrtileg hún virtist vera þar sem við fórum um.
Segi þetta gott í bili :) Heilinn er ekki alveg í formi til að láta einhverjar upplýsingar frá sér.