mánudagur, apríl 30, 2007

Húsmæðraorlof

ekki var nú seinna vænna en að drífa sig í húsmæðraorlof, konan búin að vera í 7 mánaða fæðingarorlofi og vinna í 2 vikur, svo ég dreif mig í sveitina um helgina alein og yfirgefin. Gestur og Unnur Lilja voru heima, skruppu reyndar í sumarbústaðinn í Grímsnesinu á sunnudag. En já að mínu orlofi, ég er nú AÐAL ekki satt?? Ég fór í sveitastörfin með pabba, m.a. keyra skít. Hljómar þetta ekki virkilega spennó???? Fyrsta nóttin sem við mæðgur erum aðskildar síðan ungfrúin fæddist. Gekk ljómandi vel. Spurning svo hvenær ég fer í næsta húsmæðraorlof og hvað ég tek mér fyrir hendur þá. Fyrstu lömbin fædd og auddddað á ég þau, nema hvað. Þið munið ég er AÐAL.
Vinnan gengur ljómandi vel, fínt að vera komin í rútínu utan heimilis aftur, er ekki efni í heimavinnandi húsmóður. Held það sé nokkuð ljóst.

Efnisorð:

laugardagur, apríl 21, 2007

það er komið sumar og sól í heiði skín, vetur burtu farinn og tilveran er fín

Gleðilegt sumar allir saman, steingleymdi því í síðustu færslu.

Efnisorð:

fyrsta vinnuvikan að baki

Fyrsta vinnuvikan búin og gekk svona líka fint, verð reyndar að viðurkenna að heilabúið er hálf ryðgað í iðjuþjálfafræðum og pappírsvinnu. Kemur hægt og rólega til baka :) engin asi á bænum hehe svosem í lagi á meðan ég klúðra engu alvarlega. Veit ekki betur en að allir þjónustuþegar mínir frá síðustu viku séu á lífi og með hendurnar svo þetta hlýtur allt að vera ok. Frekar dösuð og utan við mig þegar ég kem heim eftir vinnudaginn. Mér finnst voða ágætt að vera komin aftur í rútínuna. Fröken Unnur Lilja er ljúf og góð við pabba sinn á daginn, hefur aldrei sofið eins góða og langa daglúra og í síðustu viku, sem er bara frábært. Hún er hins vegar mjög kröfuhörð á móður sína þegar hún kemur heim úr vinnunni og setur pabbann nánast á ignore :) ég má eiginlega ekki fara úr augnsýn!!!! miklar breytingar fyrir litla stelpu. Æðislegt að Gestur geti verið heima með henni í stað þess að fara til dagmömmu fyrr en í haust, ekki allir svona heppnir.
Sviðaveislan að baki og heppnaðist ljómandi vel, færri mættu heldur en búist var við þetta árið. Ekki við öllu séð. Svo núna þarf ekki að elda svið á þessum bænum fyrr en eftir ár, sem er alveg ljómandi gott!!!!
Smelltum okkur í hesthúsið áðan, Unnur fór sæl og glöð á meðan í pössun til Möggu og co. Gerðum tilraun til að teyma Bakkus á hesti, sem gekk ekki mjög vel, greinilega ekki vanur því að vera teymdur nema af fótgangandi einstaklingi. Gerum aðra tilraun næst þegar við förum uppeftir. Strák fannst hann nú bara heimskur að teymast ekki með og að HANN þyrfti alltaf að vera að stoppa svo hægt væri að tosa Bakkus af stað, gjörsamlega fyrir neðan hans virðingu. Sjálfsagt einfaldara að binda hann utan á annan hest og prófa þannig. Gestur fór svo með Bakkus og Geysi í hringgerðisæfingar á meðan við Strákur fórum nettan skokkhring, þ.e. Strákur hljóp og ég sat :) ljómandi gott að komast aðeins út og fá hreint loft í lungun. Erum að velta fyrir okkur hvort eitthvað sé hægt að liðka Bakkus með hringgerðisæfingum því hann er svo hrikalega stífur í baki og hálsi. Væri kannski best að læra bara hestanudd og vita hvort hægt væri að losa eitthvað um þannig.

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, apríl 11, 2007

sitt af hvoru tagi

jæja eins og áður hefur komið fram er myndaalbúmið komið í gang aftur eftir viðgerð. Ég er búin að bæta inn slatta af myndum.
Fór í vinnuna í dag til að skipuleggja fyrstu dagana í vinnunni og láta bóka fyrir mig skjólstæðinga, ó mæ ó mæ, þetta er orðið ansi raunverulegt. Hlakka samt sem áður til að fara að vinna aftur, fyrstu vikurnar verða jú eitthvað skrítnar á meðan mar er að búa til nýja rútínu í daglegu lífi. vow þetta hljómaði duldið iðjuþjálfalegt svei mér þá. Svo er líka farið að styttast í langþráða árlega sviðaveislu að hætti Gests........ get nú ekki sagt að ég sé mikill sviðaaðdáandi.. bý til einhvern góðan pottrétt fyrir þá sem eru á minni sviðalausu línu :) skemmtileg hefð sem hefur skapast síðustu ár.

Gestur var í dag að panta sér tíma hjá augnlækni sem er nú ekki í frásögur færandi, nema hvað fyrsti tími sem var laus var 28. ÁGÚST!!!!!! duldið langur biðtími ha. Ekki hafði þessi elska þolinmæði að bíða svona lengi, ég lái honum það ekki.

Efnisorð: , ,

mynda albúmið

vúhúhú... myndaalbúm kerfið okkar er komið í lag :)

það eru margir búnir að hafa samband og kvarta yfir því að myndaalbúmið er offline, en það hefur nú verið lagfært og vonandi engir complexar framvegis með þetta blessaða kerfi :)

nýjar myndir eru komnar af Unni á netið og margt fleira.

hafið það gott annars, mjög mjög gott.

Efnisorð: , , ,

föstudagur, apríl 06, 2007

Ferming

Ein mynd af ungfrú Unni Lilju í fermingarveislunni í gær, voðalega fín og sæt (týpiskt mömmumont)


Jæja þá er búið að ferma Ölmu Dóru pæju og æðislega fín veisla á eftir. Stelpuskottið (veit nú ekki hvort hún samþykkir að vera kölluð stelpukott hehehehe) fékk fullt af fínum gjöfum og er hún ennþá að átta sig á stöðu mála. Við fórum svo í annan í fermingu í dag til að skoða gullin og fá okkur gómsæta afganga (í tilefni af bleiku þema veislunnar fannst mér viðeigandi að setja inn færsluna í bleiku, er nebbbblilega svo mikið fyrir bleikt!!!!) . Smelltum okkur síðan í hesthúsið, fór reyndar ekki á bak þar sem ungfrúin var orðin svo stúrin þegar pabbinn og Geysir voru búnir í tamingargönguferðinni að við fórum heim. Svo sem ágætt að fara ekki á hestbak í dag þar sem ég er ennþá frekar lurkum laminn eftir útreiðartúrinn á miðvikudag. Smá ævintýri. Dreif mig á barnahest sem við fengum lánaðan og ég þekki ágætlega, ætlaði svona aðeins að liðka hann áður en Línhildur og Bergrún fengju að fara á bak. Nema hvað dýrið ákveður að nú sé nóg komið af þessari vitleysu að fara út að skokka í veðurblíðunni og hendir mér af baki. Ég fór þennan fína kollhnís fram yfir hann og lenti á bakinu og hausnum, get ekki sagt að það hafi verið neitt sérstaklega gott. Mestur var samt sársaukinn í STOLTINU!!!!!! sem betur fer voru engin vitni.

Efnisorð: ,