þriðjudagur, júní 27, 2006

fátt frétta

Fátt fréttnæmt hefur gerst í lífi okkar hjúa síðustu vikur, eða hvað?? Við fórum í yndislegt brúðkaup á laugardaginn síðasta í Þingvallakirkju. Vinir Gests, þau Ásgeir og Aníta voru að gifta sig, afskaplega huggulegt og fámennt. Ég hafði aldrei komið áður í Þingvallakirkju, vissi svo sem að hún væri lítil en kannski ekki svona mikið lítil. Minni en Akrakirkja, veit ekki hvað það segir mörgum til um stærð hennar samt. Veislan var síðan haldin á veitingastaðnum Lindinni á Laugarvatni, ljómandi fínt allt saman. Við Gestur vorum í familíubústaðnum í Grímsnesi um helgina og renndum þaðan á Þingvelli. Rólegt og gott. Skruppum svo aðeins vestur í sveit á sunnudagseftirmiðdag, bara til að vera vitni að árlegum atburði þegar kindurnar eru settar á fjall. Viss stemming að vera með í því og ekki spillir að fara í lautarferð með fjölskyldunni við Hítarhólm í Hítardal þegar búið er að sleppa kindunum lausum í frelsi sumarsins.
Tvær og hálf vika þar til sumarfrí hefst, hlakka mikið til að þurfa ekki að vakna á ókristilegum tíma á morgnana til að fara til vinnu :) Fríið er síðan 3 vikur og síðan er vinna í 6 vikur og þá tekur fæðingarorlof við. Undarlegt hvað þetta líður allt hratt!!!!!!! væntanlegur erfingi verður orðin 20 ára áður en mar getur litið við.

sunnudagur, júní 11, 2006

langt síðan síðast

á annan dag hvítasunnu var okkur ásamt fullt af öðru fólki boðið til mikillar afmælis og útskriftar veislu i Lindartungu. Myndir eru væntanlegar inn á myndasíðuna :) Þar var margt um manninn og boðið upp á veisluföng og söngskemmtun.

Sleppitúrinn að baki og að þessu sinni fór ég sem farþegi í bíl!!!! hef barasta aldrei gert slíkt áður og meira að segja aldrei farið hluta af leiðinni í bíl, bara á hestbaki. Fór reyndar ekki alla leið, þurfti nebbbblilega bráðnauðsynlega byrja á því að smella mér í kvennahlaup. Er svo mikið fyrir hreyfingu múhahahhahahahahaaaaa. Gestur fór með alla leið og mér skilst á honum að flest allt sem hefði getað farið úrskeiðis fór úrskeiðis..... sumar ferðir eru þannig og oft vísbending um það sem koma skal ef illa gengur í upphafi ferðar, máltækið segir samt fall er fararheill. Báðir fákar okkar fóru með þeim til mismikillar ánægju, Strákur er komin í sumarvinnu og Prinz fer væntanlega í sína vinnu í þessari viku.


Eins og áður segir fór ég í kvennahlaupið, árviss atburður að fara með mútter og Kristjönu í Laugagerðisskóla. Þetta árið meira að segja gekk ég og allt 2,5 km :) hef síðustu ja hvað skal segja amk 6 ár verið starfsmaður og "hlaupið" á bíl... en þetta árið var það bara hreyfingin sem blífur góð upphitun fyrir skokkið sem ég "óvart" fór í á Svarfhóli til að hlaupa fyrir hross, manni mínum til "ómældrar ánægju" eins og gefur að skilja. Gestur hristir hausinn yfir þessari setningu og ætlar að hafa mig í puntskóm í næsta hestatúr sem ég verð með í bíl :) sökum vanfærni minnar.
Við notuðum svo rigningu dagsins í dag til að gróðursetja meira af trjám í reitinn okkar svo núna er bara að bíða eftir að þau verði risastór.... hef nebbblilega svo mikla þolinmæði.