laugardagur, desember 06, 2008

upprifjun

það er nú það, hvar skal byrja?
Jólaundirbúningur er í hefðbundnum farvegi. Búið að baka smákökur, búið að skreyta nema jólatréið, búið að föndra jólakortin reyndar eftir að skrifa á þau en það kemur og búið að kaupa helming af jólagjöfum. Svo er að sjálfsögðu búið að halda árlegt aðventuboð og það fyrsta í þessu húsi. Heppnaðist ágætlega, ekki sáu allir sér fært að mæta sem þýddi umtalsverðir afgangar.... sem bíða þolinmóðir í frosti. Núna um helgina var jólaboð hjá vinnunni hérna hjá okkur. Veisluþjónustan www.kokkarnir.is sáu um veisluföngin sem voru æðisleg og skemmtinefndin sá um að allt væri nú vel skipulagt og skemmtilegt. Unnur Lilja gisti hjá ömmu Dóru og áttu þær huggulega stund saman. Í dag fór Unnur Lilja svo til Sirrýjar og Svans og var svo heppin að þau voru að fara í laufabrauðsútskurðarboð þar sem jólasveinar mættu. Fyrsta skiptið sem Unnur Lilja kemst í tæri við jólasveina og fannst það bara æði :) Við Gestur fórum á frábæra jólatónleika með Björgvini Halldórs og gestum. Páll Óskar, Laddi og Helgi Björns eru þeir sem stóðu upp úr að mínu mati. Páll Óskar er nátturulega bara snillingur. Hreint og klárt. Á morgun fær svo litli stubburinn þeirra Svandísar og Elmars nafn og verður skírður heima hjá ömmu sinni og afa í Lambaselinu. Já nóg um að vera hjá okkur eins og endranær.

Smá upprifjun í lokinn.....

Fyrir 5 árum..
..... fórum við Gestur að búa
..... fæddist Fannar bróðursonur minn
..... útskrifaðist ég sem iðjuþjálfi
..... dó pabbinn hans Gests
..... við Gestur trúlofuðum okkur
..... fæddist Halli bróðursonur Gests

Efnisorð: , ,

2 Comments:

At 11:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já vinkona... time flæs;) það er alveg að koma 2009 for kræing át lád! en jólakveðjur til þín.... hvað er heimilisfangið þitt á nýja staðnum? kv Kristín Gjé

 
At 10:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ó mæ god já hvað tíminn æðir áfram, korter í jól og hálftími í páska. Við búum núna í Fljótaseli 33, ávallt velkominn í heimsókn.
kv Guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home