þriðjudagur, ágúst 26, 2008

stikkorð

í stikkorðum sl. vikur...
nú er búið að slá upp fyrir sökklum á Nátthaga og áætlað að steypa á laugardaginn næsta... spennó!!! styttist því að hægt verði að flytja húsið vestur.
við vorum afleysingar bændur um síðustu helgi, mamma, pabbi, Kristjana, Sigfús og börn skelltu sér á Landbúnaðarsýninguna á Hellu og skemmtu sér konunglega. Gummi Bjarni var með okkur í sveitinni sem sérlegur vinnumaður og til að passa Unni Lilju.
Unnur Lilja er búin að vera rúma viku í leikskóla og líkar vel amk er ekki grátur og gnístran tanna á morgnana þegar hún fer. En það er afskaplega mikið þreytt ung stúlka sem er sótt í leikskólann í eftirmiðdaginn og ræður engan vegin við sig heima á kvöldinn. Veit ekki alveg hvernig hún á að haga sér vegna þreytu :) það líður jú örugglega hjá eins og allt annað. Við erum strax farin að taka eftir nýjum orðum hjá henni eftir að hún byrjaði í leikskólanum
s.s.
kaggar = krakkar
eppi = epli
nannani = banani

annars fer orðaforði hennar ekki hratt vaxandi, ætlar greinilega að æfa sig aðeins í huganum áður en hún opinberar kunnáttu sína eins apar hún ekki upp orð eftir okkur líkt og mörg börn gera. Afskaplega sjálfstæð persóna :)

Efnisorð: ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home