mánudagur, júní 02, 2008

allir frískir hér á bæ

Það sem helst telst fréttnæmt af okkur er að engin er veikur!!!!!! 7,9,13 bank, bank :) Við erum heima á Íslandinu góða Unnur Lilja og Gestur voru ennþá svo slöpp þegar við áttum flug út að ákveðið var samkvæmt læknisráði að halda sér heima. Húsfrúin er nú samt í sumarfríi þessa vikuna og mikil plön í gangi en spurningin er síðan hvort þeim er framfylgt :) Vorum að koma heim úr sveitinni þar sem helsta verk okkar var að setja niður hæla þar sem væntanlegt sumarhús okkar á að standa. Unnur Lilja hefur mikin áhuga á dýralífinu í sveitinni, biður um að fá að fara í fjós og fjárhús ótal sinnum á degi hverjum. Við kíktum í Oddsholt á föstudaginn síðasta til að athuga hvort eitthvað hefði skemmst við jarðskjálftann, allt í orden þar. Gaman að skutlast austur fyrir fjall og sjá þessi risabjörg sem féllu úr Ingólfsfjalli. hefði nú hreint ekki haft áhuga á að vera þar á ferð á meðan þau þutu niður úr fjallinu. Auður Salka varð síðan 1 árs á laugardaginn og fórum við í dýrindisafmælisboð þar á bæ. Kristjana hélt hins vegar upp á afmælið sitt með því að fara í kvennareið með Skuggakerlingum í Borgarnesi. Um næstu helgi er svo kvennahlaup og kökuboð hjá Helgu og svo aðstoða Kristjönu í fermingarveislu sem hún tók að sér að græja mat í. Alltaf nóg að gera...

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home