fimmtudagur, apríl 24, 2008

Gleðilegt sumar

það er komið sumar og sól í heiði skín, vetur burtu farinn og tilveran er fín..... er þetta ekki ca svona??
Þá er þessi vetur að baki sem betur fer, hann hefur einkennst af endalausum pestum á þessum bæ. Alveg búin að fá feikinóg af slíku. Gestur bauð samkvæmt venju í sviðaveislu í gærkvöldi. 30 manns mættu og nutu þess að borða svið eða lasagne. Svo í dag var Sara Margrét skírð með pompi og prakt. Sem auðvitað þýddi flott kaffiboð í Drangakórnum.
Á morgun er síðan planið að við Unnur Lilja brunum í sveitina, Gestur kemur til með að vera á kafi í vinnu um helgina. Við nennum engan vegin að vera heima hjá honum á meðan.

Efnisorð: , ,

4 Comments:

At 1:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið gamla :) númerið þitt er farið úr símanum mínum og ég finn þig ekki í símaskránni svo þetta verður að duga. Við Maja erum að spá í hvenær myndi henta þér að fá okkur í heimsókn?? Kannski í þessari eða næstu viku.
Afmæliskveðjur, Bergþóra

 
At 1:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fann þig svo í símaskráinni, stjórnarformaður hljómar auðvitað betur en iðjuþjálfi :)

 
At 7:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk takk fyrir kveðjuna :) endilega kíkja í næstu viku hentar ljómandi vel

kv Guðbjörg

 
At 11:08 e.h., Blogger Unknown said...

Innilega til hamingju með afmælið Guðbjörg. Vonandi áttir þú góðan dag.

kveðja Sirrý

 

Skrifa ummæli

<< Home