mánudagur, mars 17, 2008

nýja frúarfarartækið

já nýjustu fréttirnar eru þær að nýr frúarbíll er mættur fyrir utan bílskúrinn. Cam am outlander fjórhjól :) snilldin ein. Kannski ekki mjög praktískt farartæki en afskaplega skemmtilegt, götuskráð svo nú get ég brunað á því í vinnuna ef mér dettur það í hug. Það allra skondnasta er að nr á því er OM G65 eða öðru nafni o my god :) á vel við fyrir væntanlega prestfrú og prest. Einnig hafa verið miklar framkvæmdir í húsinu, vorum að láta loka af íbúð í kjallaranum með tilheyrandi raski og róti. Alveg með ólíkindum hvað gifsryk berst víða. Létum einnig flísaleggja forstofuna og á næstu vikum þarf svo að smella upp innréttingu í þvottahúsinu sem hefur minnkað um helming. Iðjubj... eða þjálfinn ætlar að vera voða skynsamur og láta setja þvottavélina upp á pall svo vinnuaðstaðan verði nú betri. Já skynsemin á sér engin mörk eða hvað??? Nú bíður það undurdásamlega verk að þrífa allt gifs og ryk sem er nánast allstaðar í kjallaranum og á miðhæðinni, held að efsta hæðin hafi sloppið nokkuð vel. Kjallaraíbúðin þarf að vera klár fyrir föstudaginn langa, svo það er eins huggulegt að bretta upp ermar og gusa þessu af. Eigum eftir að setja húsgögn, borðbúnað og fleira í þeim dúr í íbúðina niðri. Alltaf nóg að gera. Svo væri nú kannski skynsamlegt að rumpa skattframtalinu af og smella á senda, verður verkefni kvöldsins.

Efnisorð: , ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home