þriðjudagur, janúar 01, 2008

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir gamla árið. Þá er þessum leiðinlegasta degi ársins að ljúka sem þýðir að það eru 365 skemmtilegir dagar framundan. Einhverja hluta vegna þykir mér nýársdagur leiðinlegastur af öllum dögum ársins. Get svosem ekkert útskýrt það nánar. Við erum búin að eiga ljúfa jólahátíð og á morgun tekur alvara lífsins við hjá húsfrúnni. Vinnan byrjar hjá mér á morgun en feðginin eiga saman ljúfan dag á meðan, dagmamman byrjar ekki að vinna fyrr en 3ja jan. Mikið verður nú annars gott þegar allt dettur í sína föstu daglegu rútínu, allt svo miklu einfaldara þrátt fyrir að gott sé að eiga frídaga inn á milli. Það styttist jafnt og þétt í að við flytjum, ég er byrjuð að safna kössum og eins gott að vera aktívur að pakka niður því dagarnir verða án efa afskaplega fljótir að líða.

Efnisorð: ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home