þriðjudagur, desember 25, 2007

Gleðilega jólahátíð

Í gær aðfangadag fengu Jóhanna og Ari Grétar þá allra yndislegustu jólagjöf sem nokkur getur fengið. Þau eignuðust litla prinsessu :) ég hlakka mikið til að kíkja á þau á morgun. Enn og aftur til hamingju.

Aðfangadagur var rólegur og fínn eins og ávallt hjá okkur. Við litla familían fórum í messu kl 18 í Seljakirkju eins og við erum vön, síðan heim að græja til matinn. Dóra tengdó og Svana komu og borðuðu með okkur. Unnur Lilja var orðin svo þreytt að hún hékk varla vakandi við að opna jólagjafirnar sínar, kláraði að opna nú í morgun. Svaf svo til hálf tíu í morgun sem er bara æði, allir fengu að sofa út!!!!!! yndi
Framundan er síðan jólaboð í eftirmiðdaginn hjá tengdó og á morgun á skaganum hjá Bjössa og Bylgju..... nóg að gera, nóg að borða, nóg að drekka, nóg af öllu........

Gleðileg jól

Efnisorð: ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home