laugardagur, desember 01, 2007

margt að gerast

Margt að gerast :) við vorum að klára undirbúning fyrir aðventuboðið okkar sem er á morgun 1 sunnudag í aðventu. Við erum að skapa þá hefð innan fjölskyldna okkar að bjóða þeim heim i góðgæti. Á morgun eigum við sumsé von á 35 gestum :) Næsta laugardagskvöld skundum við á jólahlaðborð í Súlnasal með starfsfólki Gigtarfélagsins, verður án efa glaumur og gleði þar. Sunnudagsmorgunin ja eða bara hreinlega um nóttina þarf Gestur síðan að vera mættur í Leifsstöð kl 5. Hann og Bjössi eru á leið til Leifs og Marký í Prag. Verður hroðaleg karlrembudrembuferð, kannski ágætt að vera bara heima á Íslandinu góða með Unni Lilju :) Helgina þar á eftir stormum við Gestur á Hótel Rangá til að borða smá á jólahlaðborði og eiga síðan huggulega stund. Komum heim eldspræk á laugardegi, á sunnudeginum ætlum við á tónleika með Frostrósum. Úfffff síðan eru nú bara komin jól helgina þar á eftir. Já mikið að gera þessa vikurnar og ekki minnkar það í janúar!!!! þá tekur við misskemmtileg vinna við að pakka niður búslóðinni okkar (er svosem aðeins byrjuð á að pakka) og flytja hana í nýtt húsnæði :) vonandi verður allt komið í ró og spekt í febrúar............

3 Comments:

At 10:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ,... kveðjur til ykkar;) hafið það gott um aðventuna;)

 
At 9:17 e.h., Blogger Unknown said...

Nú er míns að fara að flytja ?
ég hafði ekki heyrt það.
Hvert ertu að fara að flytja ?

 
At 10:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð

Ég segi það sama hvert er verið að flytja? og hvernær?
Það er nóg að gera hjá ölum fyrir jól, þegar ég kem heim af hælinu á morgun þá á ég eftir að kaupa eiginlega allar jólagjafir og halda upp á afmælið hans Eðvarðs.
kv
Hrafnhildur Ólafsd

 

Skrifa ummæli

<< Home