mánudagur, október 22, 2007

Orð eru álög

orð helgarinnar eru: a) orð eru álög, b) hugurinn er eins og óður apaköttur....... uppbyggilegt ekki satt????
Helgin var ósköp ljúf, vinnusprell á laugardagskvöld. Frú Sigríður Klingeberg var óvænt ánægja á því kvöldi. Fór í gegnum létta talnaspeki og gaf okkur hverri og einni nokkur hollráð og netta persónulýsingu. Snilldin ein!!!!! ekki meira um það hér. Eftir það fórum við í Nornabúðina á Vesturgötunni, borðuðum þar og fengu fínan fyrirlestur um galdra :) þarf endilega að fara í þá verslun aftur og grúska smá. Langaði ótrúlega til að kaupa Fýlupoka..... svona bara til að eiga í neyðartilvikum. Mar á sumsé að tuða og láta allt gossa í fýlupokann og hella síðan í salernið og sturta niður og öll fýla og leiðindi á bak og burt. Ekki svo að skilja að ég þurfi á slíku að halda, ég þessi ljúfa og glaða kona. Alltaf svo sérstaklega glöð á morgnana múhahahahahahhaha vitleysan stendur í mér svei mér þá. En já í alvöru talað þá er margt skemmtilegt til í Nornabúðinni. Á sunnudaginn fórum við afmæli til Halldórs Svan og að sjálfsögðu var þar margt gott að snæða. Alveg ljómandi. Þetta var því helgi tvö í veislustússi, ein helgi eftir í þessari lotu. Vill til að mar má alveg við því að bæta á sig einu grammi eða svo. Mikið er ég heppinn.
Á morgun er svo glerbræðslunámskeið. Mæja var svo yndisleg að bjóða mér á námskeiðið með iðjuþjálfunum á Reykjalundi.

Efnisorð: , ,

1 Comments:

At 9:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ vinkona... kveðja til þín;)

 

Skrifa ummæli

<< Home