þriðjudagur, júlí 31, 2007

sumarfrí og fleira

sumarfríið farið að styttast í annan endan og við tekur vinna í 9 virka daga og svo 2ja vikna frí. Þetta er búið að vera alveg ljómandi gott frí. Eins og áður hefur verið ritað fórum við í 2ja daga rúnt um suðurlandið í góðum hópi. Smelltum okkur svo í 4 daga ferðalag með mömmu og pabba á Vestfirði. Gistum fyrstu nóttina á tjaldsvæðinu á Álftalandi á Reykhólum, mæli með því, aðstaðan til fyrirmyndar. Hef aldrei komið þarna áður og varð heilluð af náttúrufegurðinni. Héldum síðan áfram vestur og gistum næstu nótt í Litla Vatnsnesi, fundum pínulítin flöt sem passaði ákkúrat fyrir eitt tjald og svo kjörið bílastæði fyrir húsbílin hjá ma og pa. Mikið svaðalega fannst með fjallvegirnir vera háir og brattir þarna :/ og skilst m.e.a.s. að þeir séu nú ekki svo svaðalegir þarna. Síðustu nóttina vorum við á Brjánslæk. Um tíma leit út fyrir að við yrðum að sofa í bílnum, þvílíkt og annað eins rok þegar við vorum að tjalda. Héldum að tjaldið færi út í buskan og við með, nú þá hefðum við líklega sloppið við að sofa í bílnum ekki satt???? fórum í sund í pínulítilli laug Birkimel, skoðuðum fjöruna við Rauðsdal (minnir amk að það heiti það) og áttum náðugan dag. Fórum með Baldri yfir Breiðafjörð, mæli með því. Frábært að sigla þarna yfir og sjá allar eyjurnar. Unni Lilju fannst ekki eins frábært að fara með skipinu, varð litið eitt sjóveik og ældi ofan í hálsmálið hjá mér mmmmmmmm æði eða þannig. Vorum svo í 4 daga í sveitinni, dunduðum okkur í garðvinnu í Nátthaga ja aðallega Gestur. Ég fór í verslunarleiðangur með mömmu og Kristjönu þar sem þræddar voru nauðsynlegustu verslanir og helstu nauðsynjar keyptar eins og gefur að skilja. Erum búin að vera hérna heima síðan á sunnudagskvöld. Ég er að hamast við að afgreiða allskonar verkefni sem ég asnaðist til að setja á todooooooo lista. Meiri vitleysan að gera svoleis...... húffffff. Ótrúlegt hvað mar er duglegur að setja sumt á hold og nenna engan vegin að framkvæma. Sbr að sækja um ný vegabréf, nokkuð ljóst að það verða að vera komin ný vegabréf í hús fyrir 18. ágúst. Jebbbbbss það styttist í utanlandsferð. Svo erum við að fara í brúðkaup 12. ágúst, verður án efa æðislegt :) svo þarf að fara að tékka á hvernær Unnur kemst að hjá dagmúttunni.... já alltaf nóg að gera!!!!!!!

Efnisorð: ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home