miðvikudagur, júní 06, 2007

fréttaupdeit

jæja stuttur fréttaflutningur úr hjallanum. Margt að gerast á bænum. Lítil já eða bara stór frænka leit dagsins ljós 31. maí. Sif og Rikki eignuðust stelpuskott, voða sæta og fína, hún var ekki nema 19 merkur og 54,5 cm. Allt í lukkunnar velstandi þar. Unnur Lilja hafði nú ekki mikið áhuga á skoða hana, hafði mun meiri áhuga á Ölmu Dóru sem er vön að sprella með henni :) lykilorðið hér er hvar fæ ég athygli .....
Um hvítasunnuna vorum við í Sommerhallen í Grímsnesinu í góðu dekri hjá Dóru tengdó, Magga og co kíktu í heimsókn voða kósí. Lykilorð helgarinn var rólegheit og sudoku sem ráðið var í massavís. Fínt að slappa af eftir veikindasyrpu mæðgnana. Næstu helgi á eftir var farið vestur á bóginn, fermingarveisla sl. sunnudag hjá Guðrúnu Söru, ótrúlegt til þess að hugsa að ég var 21 þegar hún fæddist sem þýðir þá að ég er 18 í dag!!!! fín og flott ferming. Hún stórglæsileg í íslenskum þjóðbúning við fermingarathöfnina. Fyrsta skiptið sem ég er við fermingu þar sem fermingarbarnið er ekki í hvítum kirtli, flott. Við Gestur vorum með fögur fyrirheit um að gróðursetja trjágræðlinga á lóðinni okkar á föstudeginum og laugardeginum en eitthvað fór nú lítið fyrir því. Þau bíða bara sallaróleg í vatni.
Unnur Lilja fer á kostum þessa dagana, er eitthvað að misskilja til hvers nætur eru. Búin að vera ofsalega óróleg og pirruð síðustu daga, sefur illa á nóttunni. Við vorum farin að halda að hún væri aftur komin með eyrnabólgu og stormuðum með hana til læknis, sem betur fer var ekkert slíkt í gangi. Eina sem doksa datt í hug að það væri eitthvað tannastúss í gangi. Jamm og já, framundan er síðan óvissu/túristaferð um Reykjanes með GÍ á laugardag, spennó....

Efnisorð: , ,

2 Comments:

At 10:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

blessuð vertu, hún er bara að taka vaxtarkipp, einn morguninn þegar hún vaknar verður hún miklu stærri en þegar hún fór að sofa...höfum lent í nokkrum svona hér á bæ, þetta er mjög fyndið :) annars erum við litla fjölskyldan búin að vera öll heima veik núna í dag, súperstuð, en vonandi fer að taka enda, bestu kveðjur, lasarusarnir í mosó

 
At 11:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ vinkona;) bara að kvitta fyrir komuna;) þú ætlar aldeilis að vera dugleg næstu helgar;) vona að þið skemmtið ykkur rooosa vel í fjórhjólaferðinni... ohh vildi að ég gæti komið með;) eeen svona er þetta...

 

Skrifa ummæli

<< Home