laugardagur, apríl 21, 2007

fyrsta vinnuvikan að baki

Fyrsta vinnuvikan búin og gekk svona líka fint, verð reyndar að viðurkenna að heilabúið er hálf ryðgað í iðjuþjálfafræðum og pappírsvinnu. Kemur hægt og rólega til baka :) engin asi á bænum hehe svosem í lagi á meðan ég klúðra engu alvarlega. Veit ekki betur en að allir þjónustuþegar mínir frá síðustu viku séu á lífi og með hendurnar svo þetta hlýtur allt að vera ok. Frekar dösuð og utan við mig þegar ég kem heim eftir vinnudaginn. Mér finnst voða ágætt að vera komin aftur í rútínuna. Fröken Unnur Lilja er ljúf og góð við pabba sinn á daginn, hefur aldrei sofið eins góða og langa daglúra og í síðustu viku, sem er bara frábært. Hún er hins vegar mjög kröfuhörð á móður sína þegar hún kemur heim úr vinnunni og setur pabbann nánast á ignore :) ég má eiginlega ekki fara úr augnsýn!!!! miklar breytingar fyrir litla stelpu. Æðislegt að Gestur geti verið heima með henni í stað þess að fara til dagmömmu fyrr en í haust, ekki allir svona heppnir.
Sviðaveislan að baki og heppnaðist ljómandi vel, færri mættu heldur en búist var við þetta árið. Ekki við öllu séð. Svo núna þarf ekki að elda svið á þessum bænum fyrr en eftir ár, sem er alveg ljómandi gott!!!!
Smelltum okkur í hesthúsið áðan, Unnur fór sæl og glöð á meðan í pössun til Möggu og co. Gerðum tilraun til að teyma Bakkus á hesti, sem gekk ekki mjög vel, greinilega ekki vanur því að vera teymdur nema af fótgangandi einstaklingi. Gerum aðra tilraun næst þegar við förum uppeftir. Strák fannst hann nú bara heimskur að teymast ekki með og að HANN þyrfti alltaf að vera að stoppa svo hægt væri að tosa Bakkus af stað, gjörsamlega fyrir neðan hans virðingu. Sjálfsagt einfaldara að binda hann utan á annan hest og prófa þannig. Gestur fór svo með Bakkus og Geysi í hringgerðisæfingar á meðan við Strákur fórum nettan skokkhring, þ.e. Strákur hljóp og ég sat :) ljómandi gott að komast aðeins út og fá hreint loft í lungun. Erum að velta fyrir okkur hvort eitthvað sé hægt að liðka Bakkus með hringgerðisæfingum því hann er svo hrikalega stífur í baki og hálsi. Væri kannski best að læra bara hestanudd og vita hvort hægt væri að losa eitthvað um þannig.

Efnisorð: , ,

1 Comments:

At 6:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Umm elska svið en ekki alveg viss með þennan Bakkus. Hver skýrir eiginlega hestinn sinn Bakkus???? Kann það góðri lukku að stýra ???? Ég meina sko almennt á bakkus nú ekki góða samleið með fólki allavega ekki ef það notar hann mikið eða ....

Já ég eina ferðina enn

GH

 

Skrifa ummæli

<< Home