Lausnin :)
Best að birta fyrst lausnina á þrautinni. Þú byrjar á því að kveikja á einum rofa og hefur kveikt í dágóða stund, slekkur síðan á honum. Kveikir á öðrum rofa og slekkur nánast strax aftur. Ferð inn í herbergið og finnur hvaða pera er heitust það er sú sem kveikt var fyrst á svo koll af kolli. Ég skammaðist mín fyrir eigin heimsku þegar Gestur var búin að segja mér lausnina!!!! svoooooo einfalt.
Hámó í gærkvöldi heima hjá Söndru, ljómandi fínt. Ein hámópæjan er að flytja til Akureyrar í næstu viku svo þetta voru síðustu forvöð til að halda hámó áður en hún fer. Þar með eru tvær fluttar af höfuðborgarsvæðinu af upphaflegum hóp.
En aftur að námskeiðinu :) sem ég var á um helgina. Eitt af umræðuefnunum voru 7 þarfir mannsins. Eins og Guðjón setur þær fram þá eru þær:
1. þörf fyrir öryggi
2. þörf fyrir spennu og sköpun
3. þörf fyrir einstaklingsstyrk og sjálfstraust
4. þörf fyrir kærleika og tengsl
5. þörf fyrir tjáningu og framlag
6. þörf fyrir vöxt og visku
7. þörf fyrir andlega tengingu
Svo að sjálfsögðu þarf að vera jafnvægi milli þessara þarfa til að ekki skapist óæskileg streita og/eða ójafnvægi í lífinu. Auðvitað er heldur ekki hægt að ná varanlegu jafnvægi. Fyrir mér er þetta mjög svo ljóst en á oft erfitt með að halda jafnvæginu góða :) en er þetta samt sem áður ekki bara MOHO??? bara í annarri framsetningu. Þar sem allt snýst um jafnvægi í daglegu lífi.
Önnur umræðuefni helgarinnar voru streita og slökun, sjálfstraust og jákvætt hugarfar og hugleiðsla. Allt hollt gott. Bráðnauðsynlegt að taka aðeins til í heilabúinu endrum og eins. Eins og maðurinn sagði "þegar fíflunum í kringum þig fjölgar er tími til að taka til í heilanum".
Eitt spakmæli í lokin
"þeir sem trúa að þeir standi sig og þeir sem trúa að þeir standi sig ekki, hafa báðir rétt fyrir sér"
1 Comments:
Vá hvað maður er vitlaus :) kræst maður
Annars, bara gó Guðbjörg rosa gaman að lesa bloggið þitt :)
kveðja frá Kaliforníu
Nafna
Skrifa ummæli
<< Home