laugardagur, janúar 20, 2007

Dagskrá

Fyrsta mál á dagskrá, myndavefurinn er komin upp aftur og eitthvað smá af nýjum myndum.

Annað mál á dagskrá, Gestur karlgreyið á svo slæma konu :/ hún klikkaði á blómunum í gær bóndadag svo hann skellti sér á Selfoss með Grjetari og Söndru og þeir félagar keyptu sér hest saman. Þannig að nú hefur bæst við 1/2 hestur í þetta gífurlega stóð okkar hehehehehe. Stóðið saman stendur af tveimur tömdum klárum, ótömdum fola, fylfullri hryssu og nú 1/2 ógangsettum klár.

Þriðja mál á dagskrá, tvö þorrablót á næstunni.

Fjórða mál á dagskrá, mamma kom og var hjá okkur í tvo daga sem var æðislegt. Við 3 mæðgurnar, þ.e. amman, mamman og Unnurinn fórum á helling af útsölum og keyptum okkur ýmislegt bráðnauðsynlegt eins og gefur að skilja. Mar kaupir aldrei neinn óþarfa.

Fimmta mál á dagskrá, hvernig væri að fara að skella á hámó????

nóg í bili, ætla að skríða í bólið hjá barninu sem er með ekkasog eftir óhemju mikinn grát í kvöld. Varð eitthvað öfugsnúin þessi elska í stuttri pössun hjá ömmu Dóru og Möggu og eins og sannri óhemju sæmir þá er erfitt að snúa til baka og róa sig niður. Bara yndisleg :)

2 Comments:

At 12:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hámó hámó hámó!!! sem fyrst takk, veit ekki hvar röðin er, hver á að hosta næst en einhver hlýtur að vera með það skrifað. Svo mæli ég með heimavinnandihúsmæðrahitting líka, e-ð sem gæti farið fram að degi til og áður en ég fer að vinna aftur sem er víst bara handan við hornið takkfyrirtúkall!

 
At 2:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

styð báðar hugmyndir :) ég er alveg til í að bjóða heim í hámó, ekki málið. Næsta vika væri fín. Smelli meili á línuna á eftir

kv.
Guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home