mánudagur, desember 11, 2006

ýmislegt tuð :)

Fékk símtal í síðustu viku frá tryggingafélaginu VÍS sem við erum með okkar tryggingar hjá og okkur tjáð að við gætum bætt tryggingarnar okkar og borgað minna. Takið eftir lykilorðið hérna er minna!!!! Við fórum svo í viðtal á föstudaginn hjá þessum sölumanni sem hringt hafði til okkar. Þessi maður hefði í raun átt að vera starfsmaður Kbbanka en ekki VÍS því allt snérist um að ef við værum í einhverju sem kallast Vöxtur hjá Kbbanka og við myndum bæta við okkur einni tryggingu þá gætum við sko sparað heil 5% á ári, sem í okkar tilviki er ca 5800 kr. Mér finnst það nú ekki nóg til að rjúka til og skipta um viðskiptabanka og og og .... meira bullið. Get svo svarið það að púkinn þið vitið sem býr innra með mér og kemur afarsjaldan í ljós, lét á sér kræla.... ég ákvað að spyrja út í líftryggingar og sjúkdómatryggingar vitandi það að mitt BMI er alltof hátt til að geta fengið slíkt, langaði svo svaðalega að láta þennan töffara útskýra fyrir mér að ég gæti ekki fengið slíka tryggingu. Karlgreyið hikstaði og hóstaði og átti afskaplega erfitt með þetta og auðvitað stækkaði skrambans púkinn á öxlum mér :) Gestur hinn góðhjartaði reddaði karlgreyinu út úr þessu þegar hann var aðeins búin að hiksta og hósta og fór að spyrja hann út í dýratryggingar. Ekki vissi þessi maður nokkurn skapaðan hlut um þær tryggingar og vildi helst bara láta okkur hafa bækling og við bara finna út úr þessu sjálf. Erum að spukulera að tryggja hestana okkar og þá sérstaklega Prinz þar sem hann er metin á hálfa milljón. Skemmtilegt ferðalag þetta og nákvæmlega engin sparnaður í því.

Við Gestur fórum á jólahlaðborð á Carpe diem á föstudagskvöldið, ferlega næs og góður matur þar eins og venjulega. Ungfrú Unnur Lilja var ekki alveg sammála með gæði matarins, því hún fékk þvílíka magakveisu um nóttina með tilheyrandi gráti og brölti. Annars er þessi elska búin að sofa heilar 3 nætur í síðustu viku sem hefur ekki gerst síðan ég man, þvílíkur lúxus að fá þennan óslitna gæðasvefn mmmmmmmmmmmm æðislegt. Við mæðgur fórum svo í búðarráp í dag með ma og pa, drifum okkur að kaupa nokkrar jólagjafir og njóta þess að þvælast um :) Gestur var hinn ábyrgasta og sat heima og las fyrir próf. Skelfileg próftaflan hans þetta árið, próf á morgun 12. des og síðan er það 18., 19., 20. og 21. desember. Bara glatað!!! svo vægt sé til orða tekið.
Mamma og pabbi komu sumsé suður í gær sunnudag og áttu bókað ásamt fleirum í jólahlaðborð á söngsýningu Guðrúnar Gunnars og Friðriks Ómars á Broadway. Ja eða það héldu þau amk. Þegar þau voru búin að fá sér fordrykk upp á herbergi með hópnum sem þau voru með, drifu þau sig niður og hugsuðu sér gott til glóðarinnar að borða dýrinds mat og hlusta á ljúfa tóna. En nei, nei, þá hafði gleymst að hringja til þeirra og afbóka kvöldið og bjóða þeim að koma um síðustu helgi!!!! bara hundfúlt mar og þau að sjálfsögðu mjög svekkt. Einhvert þjónsgrey fór í símann og reddaði þeim borði í Perlunni á jólahlaðborð þar en þar var náttúrlega ekkert show. Þau fengu þó endurgreitt miðana á Broadway sem þau voru búin að borga fyrir amk mánuði síðan og fengu frían leigubíl í Perluna, en mér finnst að þau hefðu átt að fá frían mat þar á kostnað Broadway fyrir þessi mistök. Það er ekki eins og þau og hin öll séu einhverjar 5 mínútur að skreppa í bæinn!!!! en alla vega þá fengu þau góðan mat og góða drykki :) mar gæti haldið að Gestur hafi átt bókað á sama stað og þau!!! svona miðað við þegar hann fer í ferðalög erlendis múaahhahahahahahahaa

kveðja úr hjallanum þar sem allt er í jólagírnum

1 Comments:

At 1:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ vinkona.. þú stendur þig.. skemmtilegt og ýtarlegt blogg.. hilsen frá eyrinni.. þar sem jólasnjókorn svífa til jarðar og allt er svooo jólalegt;)

 

Skrifa ummæli

<< Home