í vikulokin
Jæja þá er fyrsta vikan okkar heima á enda og allt hefur gengið vel. Hjúkkan kom í sína fyrstu heimsókn til að kíkja á skottulínu. Skottulínan fékk fyrstu einkun að sjálfsögðu hjá henni og er fær í að fara á flakk. Góðir gestir hafa heiðrað okkur með nærveru sinni í vikunni m.a. María og Aðalheiður með ungana sína, frábært að þær gáfu sér tíma til að kíkja við færandi hendi :) Svo að sjálfsögðu hefur fjölskyldan verið dugleg að kíkja við eða hringja og fylgjast með.
Jæja, nóg af ungatali. Gestur smellti sér að "lana" ásamt öðrum unglingum á hans aldri og eldri, athöfn sem þeir gera reglulega félagarnir og skemmta sér konunglega. Nauðsynlegt að iðka tómstundaiðju reglulega (vá þetta var iðjuþjálfalegt mar, fínt að halda sér við þar sem ég missti af iðjuþjálfaráðstefnunni). Hum, ha, ja hvað skal segja meira?? alveg andlaus....... svo þá er best að leggjast upp í sófa og horfa heilalaus á sjónvarpið.
4 Comments:
rosaleg skvísa er þetta!
Mér sýnist hún ekkert vera "pirruð" þennann daginn :)
óneibbbbbb, mamman er meira í þessu með pirringin sko. Spurning samt að kenna henni tæknina við tækifæri. Get seint fullþakkað þér fyrir þessa frábæru ábendingu um pirring + kurteisi :)
kv. Guðbjörg
jidúddamía Skottulína fína, litla ljúfa prinsessa :) ímynduð ykkur að vera svona lítil, róleg og æðrulaus. Held að Gestur hafi orðað það ágætlega: Himneskt!!!!
Gaman að sjá hvað þið hafið það gott. Njótið þess áfram að vera til!!
Og heyrðu Guðbjörg það fer alveg að koma nóvember...hvernig er þetta, hvenær fær herinn tækifæri til innrásar ;)?
Hlakka til að sjá ykkur
Okkur Sölku kemur saman um það eftir miklar vangaveltur með nafn að SALKA sé mjög "prestsdótturlegt" nafn :) Við sjáum þetta alveg fyrir okkur og finnst við ALLS EKKI ætlast til mikils ;) Það er bara ekki hægt að fæðast þennan dag án þess að heita Salka ;o)
Setjum þetta í nefnd.......en viljum senda knús til hennar pínupons og hlökkum tilað koma til ykkar elskurnar
ps: segðu svo Gesti að ég sé búin að græja þetta, hann megi hætta leitinni að hvíta hestinum ;o)
Skrifa ummæli
<< Home