mánudagur, september 25, 2006

til umhugsunar

Finndu tilfinningar þínar. Taktu þeim opnum örmum. Deildu þeim með öðrum. Vegna þeirra ertu mannleg. Í guðs bænum, lifðu lífinu! Hlustaðu á tónlist. Lokaðu augunum, láttu tónanna umlykja þig. Hlustaðu á textann, þar er alltaf eitthvað sem snertir þig. Farðu að gráta án ástæðu, þér líður betur en þú veist ekki einu sinni hvers vegna. Mundu að list er allstaðar. Yrktu ljóð sem ríma ekki. Skrifaðu sögur um lífið og ástina. Dansaðu. Brostu til nágranna þíns. Finndu til með þeim fátæku. Finndu til með þeim ríku. Syngdu með lögum í útvarpinu. Hlustaðu á Bach. Líttu um öxl, lærðu af. Vertu ekki að reyna að skilja tilveru þína, þú ert bara. Dreymdu heim þar sem enginn líður skort, friður ríkir á jörð og ást er sterkari en hatur. Og gerðu allt sem í þínu valdi stendur til að reyna að láta drauminn rætast. Farðu að hlægja þegar það á ekki við. Ekki gera grín að minni máttar. Ekki öfunda aðra. Gættu þess hvar þú dregur mörkin. Ekki fara of langt en ekki of stutt heldur. Horfðu á kvikmyndir og leitaðu að skilaboðum þeirra. Hjálpaðu vinum þínu. Segðu systkinum þínum að þú elskir þau. Hringdu í foreldra þína því það er aldrei að vita hvænar þeir eru allir. Farðu með móðir þína í bíó. Saknaðu föður þíns þegar hann er dáinn. Vertu bjartsýn í huga. Trúðu á sjálfa þig og treystu þér. Gakktu með augun opin. Sjáðu hvað þetta er einstakur heimur. Hlustaðu hverja stund. Heyrðu hjartslátt lífsins. Taktu vel eftir þegar þú sérð gömul hjón og glaðleg börn því þar er nokkuð sem læra má af. Fyrirgefðu öðrum. Fyrirgefðu sjálfri þér. Leyfðu fögrum tónum að róa sál þína og slaka á taugunum. Haltu frammi skoðunum þínum. Virtu skoðanir annarra. Það er ekki alltaf allt þér að kenna. Það eru ekki alltaf svör. Lærðu af mistökunum. Ekki koma með afsakanir, en ekki kenna þér um allt sem úrskeiðis fer. Vertu vinum þínum traustur félagi. Vertu stolt af því sem þú gerir, skapar og finnur. Svo þegar þú sérð ástina, snúðu þér ekki frá henni, eltu hana uppi. Vertu ástfangin og sjáðu hvernig augu þín breyta nú dimmu í ljós. Sýndu tæra tryggð. Gráttu af gleði. Gerðu þér ljóst að þú ert samt ekki ein. Ekki berjast við sársaukann. Berstu fyrir lífinu. Elskaðu sjálfa þig.


Lifðu lífinu

2 Comments:

At 3:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló.
Ég veit ekki eftir hvern þetta er, og vil ekki vera með leiðindi.
"Farðu með mömmu þína í bíó. Saknaðu föður þíns þegar hann er dáinn".
Væri ekki nær að fara með kallinn eitthvert fyrst hann á svona stutt eftir,

Kv. úr Baunalandi. Árni

 
At 9:14 e.h., Blogger Milla said...

hey mín fór bara að gráta hérna megin. Það er ekki oft sem við fáum að njóta þessarar hliðar af þér vinkona. en kann ekki að vera veimin en langaði samt að segja þér að þetta er fallegt og umhugsunarvert :) heheh hljóma ég eins og Ice queen að reyna að bráðna eitthvað......

 

Skrifa ummæli

<< Home