þriðjudagur, ágúst 08, 2006

rómantík

nú er árstíð rómantíkurinnar að renna upp :) já væmið skal það vera. Tími kertaljósa og kúruteppa er að smella í hlað, þessi tilfinning grípur mig þegar það fer að hausta og rökkrið færist yfir. Haustið og vorið eru tvær skemmtilegustu árstíðirnar að mínu mati. Fátt betra að hausti en að sitja inni undir feldi, við kertaljós og sauma út hahahah hljómar eins og í skáldsögu frá þar síðustu öld eftir Guðrúnu frá Lundi. En svona er þetta nú samt.

Við erum komin heim í rólegheitin og það er afskaplega ljúft. Segi enn og aftur það var afskaplega skrýtið að vera heima í sveitinni á meðan Capteinshópurinn fór í hestaferðina og það var ljúft að hitta þau í gær upp við Hítarhólm. Ferðin gekk stórslysalaust, veit amk ekki betur. Hef ekki heyrt um neinar byltur né slagsmál. Nóg af fréttaflutningi í bili.

3 Comments:

At 3:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst líka að með haustinu hljóti að koma tími á hámó...verðum að ná allavega einum áður en þú fjölgar þér, helst fleirum :)

 
At 3:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já þessi nafnlausi einstaklingur hér á undan hefur reyndar nafn, gleymdi bara að láta það fylgja með en það mun vera Bergþóra

 
At 2:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sammála þessu með hámó :)

kv. Guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home