laugardagur, ágúst 05, 2006

Verslunarmannahelgi

já enn og aftur komin verslunarmannahelgi, þeirri síðustu var eitt í Danmörku í ævintýraferð mikilli eins og frægt er orðið. þetta árið er ég í sveitinni minni með kvefpest og geri ekki neitt annað en sofa, borða og föndra eftir því sem orkan leyfir. Gestur & co eru kominn heim frá Indlandi, komu á fimmtudagskvöld á meira að segja réttum tíma sem þýðir rúmlega sólarhringsferðalag versus tveir sólarhringar út. Þetta var geggjuð ferð hjá þeim og margt að sjá. Þau urðu fyrir hálfgerðu menningarsjokki að koma þarna, mjög ólíkt því sem við á okkar verndaða Íslandi erum vön að sjá. Var einmitt að skoða myndirnar hjá Gesti í gærkvöldi og myndirnar eru síðan væntanlegar á netið fljótlega eftir helgina.
Gestur er lagður aftur af stað í ferðalag, en að þessu sinni innanlands. Árleg hestaferð Capteinsflatar er um helgina og við tókum að okkur að vera trússar nema hvað ég er veik heima hjá ma&pa, vonast til að geta verið með á mánudag. Þau lögðu af stað um hádegi í dag inn Hítardal og enda í Hörðudal, gist verður í Árbliki í tvær nætur. Á morgun er planið að hestast eitthvað um dalina og enda aftur á sama stað og síðan á mánudag á að koma heim aftur Hitardalinn sem er bara geggjað flott leið sem ég hef farið margoft en finnst alltaf jafnfalleg. Mér finnst alveg stórundarlegt að vera heima og að það skyldi heldur aldrei vera inn í myndinni að ég færi með ríðandi þetta árið. Hópurinn er stór og skemmtilegur, 18 knapar og ca 75 hestar :) og án efa fljúga brandararnir villt og galið ...... En mar fær ekki alltaf allt sem maður vill, hversu svo undarlegt það er svo!!!!!!!!!!

Farið varlega um helgina :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home