fátt frétta
Fátt fréttnæmt hefur gerst í lífi okkar hjúa síðustu vikur, eða hvað?? Við fórum í yndislegt brúðkaup á laugardaginn síðasta í Þingvallakirkju. Vinir Gests, þau Ásgeir og Aníta voru að gifta sig, afskaplega huggulegt og fámennt. Ég hafði aldrei komið áður í Þingvallakirkju, vissi svo sem að hún væri lítil en kannski ekki svona mikið lítil. Minni en Akrakirkja, veit ekki hvað það segir mörgum til um stærð hennar samt. Veislan var síðan haldin á veitingastaðnum Lindinni á Laugarvatni, ljómandi fínt allt saman. Við Gestur vorum í familíubústaðnum í Grímsnesi um helgina og renndum þaðan á Þingvelli. Rólegt og gott. Skruppum svo aðeins vestur í sveit á sunnudagseftirmiðdag, bara til að vera vitni að árlegum atburði þegar kindurnar eru settar á fjall. Viss stemming að vera með í því og ekki spillir að fara í lautarferð með fjölskyldunni við Hítarhólm í Hítardal þegar búið er að sleppa kindunum lausum í frelsi sumarsins.
Tvær og hálf vika þar til sumarfrí hefst, hlakka mikið til að þurfa ekki að vakna á ókristilegum tíma á morgnana til að fara til vinnu :) Fríið er síðan 3 vikur og síðan er vinna í 6 vikur og þá tekur fæðingarorlof við. Undarlegt hvað þetta líður allt hratt!!!!!!! væntanlegur erfingi verður orðin 20 ára áður en mar getur litið við.
1 Comments:
já nákvæmlega.. þú verður komin í sumarfrí áðue en þú veist vinkona.. carpe diem!
Skrifa ummæli
<< Home