sunnudagur, júní 11, 2006

langt síðan síðast

á annan dag hvítasunnu var okkur ásamt fullt af öðru fólki boðið til mikillar afmælis og útskriftar veislu i Lindartungu. Myndir eru væntanlegar inn á myndasíðuna :) Þar var margt um manninn og boðið upp á veisluföng og söngskemmtun.

Sleppitúrinn að baki og að þessu sinni fór ég sem farþegi í bíl!!!! hef barasta aldrei gert slíkt áður og meira að segja aldrei farið hluta af leiðinni í bíl, bara á hestbaki. Fór reyndar ekki alla leið, þurfti nebbbblilega bráðnauðsynlega byrja á því að smella mér í kvennahlaup. Er svo mikið fyrir hreyfingu múhahahhahahahahaaaaa. Gestur fór með alla leið og mér skilst á honum að flest allt sem hefði getað farið úrskeiðis fór úrskeiðis..... sumar ferðir eru þannig og oft vísbending um það sem koma skal ef illa gengur í upphafi ferðar, máltækið segir samt fall er fararheill. Báðir fákar okkar fóru með þeim til mismikillar ánægju, Strákur er komin í sumarvinnu og Prinz fer væntanlega í sína vinnu í þessari viku.


Eins og áður segir fór ég í kvennahlaupið, árviss atburður að fara með mútter og Kristjönu í Laugagerðisskóla. Þetta árið meira að segja gekk ég og allt 2,5 km :) hef síðustu ja hvað skal segja amk 6 ár verið starfsmaður og "hlaupið" á bíl... en þetta árið var það bara hreyfingin sem blífur góð upphitun fyrir skokkið sem ég "óvart" fór í á Svarfhóli til að hlaupa fyrir hross, manni mínum til "ómældrar ánægju" eins og gefur að skilja. Gestur hristir hausinn yfir þessari setningu og ætlar að hafa mig í puntskóm í næsta hestatúr sem ég verð með í bíl :) sökum vanfærni minnar.
Við notuðum svo rigningu dagsins í dag til að gróðursetja meira af trjám í reitinn okkar svo núna er bara að bíða eftir að þau verði risastór.... hef nebbblilega svo mikla þolinmæði.

1 Comments:

At 5:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Á ekkert að fara að blogga meira? xx Stína Von Londres

 

Skrifa ummæli

<< Home