mánudagur, maí 29, 2006

afrek helgarinnar :)

well, well smá fréttaflutningur af okkur í hjallanum. Drifum okkur á fimmtudaginn með hestana okkar í sveitina, mikil gleði hjá þeim að losna loksins úr hesthúsinu út i náttúruna. Þeir eru komnir í sumarfrí af okkar hálfu en trúlega verða þeir báðir í notkun í sumar, eigum góða að sem eru til í að halda þeim í þjálfun.

Við smelltum okkur í leikhúsið og sáum Fullkomið brúðkaup. Fórum með mömmu, Jóhönnu og mömmu hennar, mjög skemmtilegt leikrit/farsi. Mæli með að allir skelli sér og sjái þetta. Endalaust hvað þetta gat verið klaufalegt og stjúpid en vá hvað við hlógum rosalega, nánast komin með krampa í lokinn. Við vorum á 2 bekk þannig að við sáum öll svipbrigði extra vel :) :) Eftir leikhúsið var smellt sér í sveitina í framkvæmdir. Við erum sumsé búin að fá lóð undir sumarbústað og það var drifið í að girða og planta smá niður af trjágræðlingum. Ég var búin að ákveða að gróðursetja um helgina og engin fattaði að auðvitað yrði að girða líka, því gibburnar myndu fljótlega kippa græðlingunum upp og eta þá. En mamma fékk þessa líka fínu hugljómun sem betur fer og Gestur sendur í Borgarnes að kaupa girðingarefni og girðingu hent upp í hvelli með dyggri aðstoð pabba og Kristjönu. Einhvern vegin stendur þannig á að mér er ekki hleypt í svoleissss verkefni hummmmmmmm, fékk nú aðeins að negla smá :) en ég gróðursetti rúmlega 300 stk af græðlingum og var þá stoppuð af áður en ég kláraði verkið sem ég var búin að setja mér fyrir. Skrýtið!!!!!! en er samt dauðfegin eftirá, fann að ég var orðin frekar þreytt þegar ég stoppaði. Gleymi ansi auðveldlega að það sé bumbubúi með í för og ætla mér of mikið!!!! klára sumsé gróðursetninguna um næstu helgi og Gestur ætlar að fara í vegaframkvæmdir. Spurningin er síðan sú hvenær við finnum peningatréið og getum keypt/smíðað okkur hús. Fínt að byrja á ræktun og fá smá skjól. Spennandi tímar framundan. Kvennareiðin í Borgarnesi um næstu helgi og vonandi kemst Kristjana með í það. Ég er búin að bjóða mig fram sem sérlegan bílstjóra hennar og meira að segja búin að bjóða henni hest að láni og til í að hætta limum mínum og annarra í umferðinni og keyra hestinn í Borgarnes. Get ekki sagt að ég sé mjög snjöll að ferðast með hestakerru amk ekki bakka kvikindinu. .... skil það nú ekki alveg þar sem ég er svo klár kona!!!!!!!! Verð að segja að það er ansi skrýtið að vera búin að pakka saman hestadótinu fyrir sumarið, þvo hnakkinn og bera á hann leðurfeiti o.s.frv. Er vön að vera nýbúin að tína dótið fram og rétt að byrja að ríða út.

1 Comments:

At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ,
mátti til með að kvitta fyrir mig svona einu sinni! Fylgist nú alltaf með þér hérna en fer hljótt um :-)
En til hamingju með bumbubúann, mér finnst þú hafa valið afar góðan dag sem afmælisdag fyrir hann ;-) Gangi þér rosalega vel!

kveðja
Dóra

 

Skrifa ummæli

<< Home