lífsmark
það bærist smá lífsmark með íbúum hjallans. Við komum heim síðasta laugardag eftir vikudvöl í Torreveija. Get ekki sagt að Torreveija sé bær ólíkra húsa og mikillar menningar en ágætur dvalarstaður. Þetta er ungur bær og í mikilli uppbyggingu. Við dvöldum þarna á verðandi ættaróðali Don Svans og Senjoru Sifjar, húsið er ljómandi gott og notalegt. Lokaður garður og sundlaug í honum, mjög hentugt fyrir barnafjölskyldur. Við vorum aðallega í rólegheitum þarna og fórum ekki víða. Ég komst að því að hiti og ég eiga ekki mikla samleið sem eru svosem ekki ný sannindi þar sem ég er þannig líka hérna á Íslandinu góða. Líður best í mildu veðri og ekki mikilli sól. Frekar undarleg!!!!! Myndir koma fljótlega á myndasíðuna okkar. Ef ykkur vantar slóðina á hana þá endilega smella meili á okkur skötuhjú.
Heyriði já og svo að sjálfsögðu eins og alltaf þegar við Gestur bregðum okkur út úr landi þá er hann alltaf tekin til nákvæmrar skoðunar af tollgæslunni. Hann hlýtur að vera svona krimmalegur eða þá líkur einhverjum góðvini lögreglunnar. Á leiðinni út þá var allt grandskoðað og leitað á honum og síðan þegar heim var komið þá var öllum okkar farangri rennt í gegnum gegnumlýsingartækið. Hann einmitt kommentaði við tollverðina um þetta að hann væri alltaf tekin til rannsóknar...... er mikið að spukulera að prófa að fara ein í gegnum tollgæsluna og vopnaleit og þykjast ekki þekkja þessa elsku :)
Sauðburður byrjaður í sveitinni, Sauðhyrna okkar borin tveimur lömbum. Þetta er einn skemmtilegasti tíminn í sveitinni og á ég von á að dveljast þar mikið næstu helgar. Er svo sveitó í mér. Mánuður þar til hestarnir fara heim í sumarhagana, finnst svo stutt síðan við sóttum þá.
1 Comments:
Velkomin heim frænka ohhhhh vildi að ég fengi tækifæri á að liggja í sólinni og láta hana baka mig í 1-4 vikur ( ef einhver sem les þetta vill bjóða mér .
skondið að hann skuli alltaf vera stoppaður þið eruð auðvitað soltið krimmaleggt par það er ekki spurning hehehehehe.
Farðu vel með þig
Skrifa ummæli
<< Home