þriðjudagur, apríl 11, 2006

pæling dagsins

Á hverjum degi í lífinu vinnum við sigra. Við tökum ekki endilega eftir þeim því sumir hverjir þeirra eru smáir og í augum sumra ekki merkilegir. Sigurinn getur verið fólgin í því að hafa samskipti við fólk sem pirrar okkur án þess að verða úthverf, taka til í kringum okkur, fara í sund, já eða hvað sem er.... sigur minn í dag var að drífa mig á bak honum Prinz okkar. Hann var einhvern veginn orðin að stórri hindrun og ég búin að salta málið þar til eftir næstu áramót. En nei ég lét mig hafa það enda hetja mikil.

Jæja þá er háfleyga umræðan á enda hehehehe..... einn vinnudagur eftir fram að páskum og síðan eru ekki nema 3 vinnudagar í næstu viku og síðan er það Spánn!!!! við skötuhjú ætlum til Spánar með bróður GAG og hans familí.... líst bara ágætlega á það mál. Áhugavert að fara í nýtt umhverfi í smá tíma og skoða nýtt land, nýja siði og menningu. Við Gestur fórum í sveitina um helgina síðustu og vorum með Kristjönu að búast.... var orðið skelfilega langt síðan ég hafði farið í fjós síðast ennnnnnn ég þekkti kusurnar flestar aftur :) enda með eindæmum glögg mannvera!!!!! með þeim orðum kveð ég að sinni

1 Comments:

At 7:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun í útlandinu mín kæra:)

 

Skrifa ummæli

<< Home