þriðjudagur, janúar 31, 2006

stutt fréttaskot úr hjallanum kenndum við Engi

andleysi mikið hefur hrjáð mig í bloggheimum sem og á heimili mínu. Við hjúin fórum í sveitina um helgina sem er fyrsta ferð ársins. Plan helgarinnar var þorrablót með familíunni en vegna óvæntra atburða í sveitinni var því aflýst, ekki létum við það gott heita heldur var ákveðið að familian myndi hittast yfir góðu æti og drykk sem við og gerðum, átum okkur til óbóta og drukkum í hófi. Ljómandi góð kvöldstund. Við ætlum síðan aftur í sveitina um komandi helgi og fara þá á þorrablót hjá kolhreppingum sem eru stuðboltar miklir, reyndar ekki útséð með hvort Gestur komist vegna vinnu úr höfuðstað Reykjavíkur Kópavogi :) en við vonum hið besta. Ætlunin er einnig um næstu helgi að hýsa þá félaga Strák og Prinz og fara að stunda hestamennsku í gríð og erg :) nóg að gera á bænum. Indlandsmálið er í vinnslu, verið er að bíða eftir vegabréfunum sem eru í áritun í sendiráði Indlands í Noregi og þegar þau berast í hús er fátt annað í stöðunni að gera en að bóka flug, fara í síðustu sprautuna, afbóka ca 30 skjólstæðinga og halda erlendis.... hlakka bara til.

en svona að lokum þá er fyrsti hámóafleggjarinn fæddur.... Bergþóra og Gunnar búin að eignast litla prinsessu, okkar bestu hamingjuóskir til þeirra allra frá hjallahjúum.
until next time, adios

1 Comments:

At 8:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá hvað þetta bloggtengda andleysi er að tröllríða öllu!!! skil þig sooo vel:)

 

Skrifa ummæli

<< Home