miðvikudagur, desember 21, 2005

nafnlausi pistillinn

mikið bloggandleysi hefur hrjáð mig síðustu daga sem og annað andleysi. Hef hreinlega ekki nennt að gera handtak og hef bara látið það eftir mér :) um að gera að njóta þess meðan maður getur. Við erum búin að kaupa allar jólagjafir og pakka inn og meira að segja búin að skila helmingnum af okkur til viðtakenda, restina keyrir Gestur út á aðfangadag. Jólakortin komin í póst og búið að kaupa jólasteikina svo við erum tilbúin til að taka á móti jólunum. Bíðum bara eftir jólamessunni :) eigum reyndar eftir að þurrka af og skúra sem er nú heldur of snemmt, ekki nenni ég nú að gera það tvisvar fyrir jól ó nei nei það er ekki í anda letinnar.
Seinnihluti augnaðgerðar er dönnnnn og ó mæ god hvað ég er feginn því. Gekk ágætlega en sko næstu dagar á eftir voru horror. Svei mér þá held að mér hafi verið hefnt fyrir hvað vel gekk og verkjalaust hægra augað var og ákveðið að gefa mér þá auka skammt af verkjum og leiðindum með vinstra augað. En well það er nú allt að baki og ég bíð spennt eftir að geta fengið bráðabirgða gleraugu eftir ca 3 vikur og hætti þar með að sjá allt í móðu eða loðið, ekki alveg viss hvernig best er að lýsa því. Ekki meira kvart og kvein :) Við skutluðumst upp á Skaga í gærkvöldi til Bjössa bró og familý, kunnum þeim bestu þakkir fyrir góðar móttökur eins og venja þeirra er. Við Gestur ákváðum að fara einn jólaljósarúnt um bæjarfélagið eftir ábendingu frá Bjarna bróður Bylgju og Bylgju. Þau voru búin að spotta út verst skreytta hús bæjarins og ó mæ god, verð ég nú að segja. Engu líkara var en góðri hönk af ljósaslöngu hefði verið hent upp í loftið og látið lenda á húsinu og fest þannig. Afskaplega lítið smekklegt. Maður þarf svo sem ekki að fara langt til að sjá misheppnaðar skreytingar þær eru jú nú á víð og dreif um samfélagið í kringum mann. Nema náttúrulega maður sjálfur sé svona innilega smekklaus, gæti líka verið raunin og aðrir að hneykslast á hve illa maður hengir upp skraut. Hef nú ekki samt trú á því enda smekkmannvera mikil :)
Nýja vinnan byrjar rólega var eina viku í byrjun desember og líkaði ágætlega eins og áður hefur komið fram í strjálum frestapistlum úr hjallanum. Aðalstarf mitt verður að meta grip og handstyrk gigtarsjúklinga, velja spelkur, smá hjálpartæki og setja upp þjálfunaráætlun fyrir hendur sem og hvetja fólk til að vera virkt í daglegu lífi og virða sársaukamörk, vá hvað þetta hljómar massa iðjuþjálfalegt :) er á fullu að rifja upp gigtarsjúkdóma, liðvernd, liðmælingar og gripstyrk. Eða sko var það þarna um daginn og er í jólafríi frá því núna. Byrja síðan í fullri vinnu 2. janúar kl 8:30 svo þetta sé nú nákvæmt hjá mér. Held þetta verði bara ljómandi fínt.

Er mikið að velta fyrir mér að hvort ég ætti að strauja jóladúkana snuggvast eða bíða og sjá hvort þessi hugmynd líði ekki bara hjá............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home