föstudagur, nóvember 18, 2005

föstudagur

langt síðan síðasta færsla var skráð hér á spjöld vefsins... háfleyg byrjun úffffff.... en allavega langþráður föstudagur runninn upp og framundan tveir ljómandi laglegir dagar sem ætlunin er að nota í skynsamlega hluti eins og t.d. tiltekt, þrif, bakstur og fleiri fjár..... húslega hluti. Spurningin er síðan hver afraksturinn verður. Við skötuhjú ætlum nefnilega að halda aðventuboð 27. nóvember fyrir fjölskyldur okkar, sem þýðir hellingur af fólki. Boðsgestir eru 33 stk svo það er etv betra að ryðja aðeins draslinu á sína staði og ræsta smávegis. Kannski ég ætti bara að fá frú Margréti og Heiðar snyrtipinna í heimsókn :) Svo verður framundan dásamleg vika, saumó á mánudag, matarboð á þriðjudag, vinna til 20 á fimmtudag, neminn að kveðja mig og staðinn á föstudag. Neminn að hverfa á braut já sem er ótrúlegt, finnst að þessar fimm vikur sem eru liðnar síðan Stína kom hafi verið eins og tvær og ekki klukkustund meira. Búin að vera ótrúlega heppinn með nema verð ég að segja. Já vikurnar líða hratt framhjá, ekki hægt að segja annað. Sem þýðir líka að það eru 11 dagar þar til ég fer í lasik aðgerðina. Margt spennandi að gerast.

Góða helgi allir saman og farið varlega í umferðinni.

1 Comments:

At 7:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já tímin er sko fljótur að líða ekki hægt að segja annað.
Mér sýnist á fjöldanum sem eru að koma að í mat að mér sé ekki boðið hehe. Verður örugglega huggulegt hjá ykkur. Honum Arnari Leó finnst mjög spennandi að fá Heiðar í heimsókn en ég er mjög feginn þegar hann spyr hvort við ættum ekki bara að rústa öllu og hringja svo í þau.

Góða helgi sömuleiðis og farðu varlega

 

Skrifa ummæli

<< Home