10. október
Thank god fyrir að alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er að baki!!! þvílík vinna að undirbúa kvikindið. Nokk viss um að allir í undirbúningshópnum séu sammála mér. Aðal hátíðarhöldin voru á laugardag og heppnuðust þau mjög vel þrátt fyrir litla þátttöku í geðgöngu og í "tónlistarveislu" í Ráðhúsinu. Var svo blessunarlega heppinn að vera að blása í blöðrur í Geysi og "missti" því af sjósundinu. ..... brrrrrr hljómar bara skítkalt.
Í síðustu viku var langþráður hámó haldinn var orðið mjög langt síðan síðast og við audddað gleymdum að plana hvenær næst og hvar.... eitthvað með minniskubbana að gera. Við líka búnar að snapa okkur aðra fjórhjólaferð :) við erum svo frábærar ekki spurning. Hljómar ekki bara fínt að fara í slíkt með hækkandi sól????? svona þegar stelpurnar eru búnar að eiga og geta skotist frá í smá stund.
Svo fer að styttast í að ég fái iðjuþjálfanema til okkar í Klúbbinn og já svo fer að styttast í að ég hætti þar. Allt að styttast greinilega. Leirnámskeiðið að styttast líka og svei mér þá ef það styttist ekki í jólin líka sem þýðir að það styttist líka í laseraðgerð. Meiri styttingarnar þetta.
Annars er alltof mikið að gera hjá okkur sambýlingunum, ég veit að amk þarf ég að hægja á mér. Markmið vikunnar er að vinna í því máli og taka síðan á móti tveimur föndurkerlum á föstudagskvöld og föndra með þeim út í eitt fram á laugardagseftirmiðdag. Hljómar fantafínt mar, hef góða ástæðu til að fara í búðir og eyða pening í gler, sílikon og lampa og útbúa einhverjar jólagjafir. Spurning svo hver verður heppinn eða óheppin að fá þá í jólagjafir.....
með þeim orðum kveð ég í kvöld...
1 Comments:
Vá það er að styttast í allt hjá þér :)
Ertu að fara að skipta um vinnu ??
Öfunda þig af föndur planinu þínu, við erum ennþá á byrjunarstigi .. erum búnar að áhveða að föndra en vantar enn dagsetningu ;o)
Skrifa ummæli
<< Home