föstudagur, september 02, 2005

kajak

Hetja Gvends talar úr hjallanum. Hámó skellti sér í eftirmiðdaginn í gær á kajak á Stokkseyri og síðan í humarþema á veitingahúsinu Við fjöruborðið. Geggt kúl eins og unglingarnir myndu orða það. Ég var að kafna úr gunguskap og ætlaði ekki að þora á bátrassgatið en lét mig hafa það eins og sannri Hetju Gvends sæmir. Lentum í skemmtilegum ævintýrum s.s. að lenda þversum með báða enda í landi og miðjuna í vatni. Hélt við myndum kafna úr hlátri. Ég var sumsé önnur þeirra sem lenti svona skemmtilega þversum og í dag er ég með massa harðsperrur í maganum af hlátri og róðri. Hvað finnst ykkur um að skipta um nafn á klúbbnum góða og breyta úr hámó sem þetta jú nú er og yfir í ofurhetjurnar??? eheheh nettur djókur hér. Er enn á einhverju adrenalínflippi. Svo er það bara sveitin á morgun og kem til baka á sunnudagskvöld. Rétt aðeins að reka inn nefið þar og kíkja á Strákinn minn.
góða helgi og farið varlega í myrkrinu
kveðja
hjallakerlan

4 Comments:

At 7:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já já guðbjörg þú ert sko bara hetja að demba þér með í þessa ferð ;) notum þetta óspart á millu í hestaferðinni næsta vor!!!

 
At 10:36 e.h., Blogger Milla said...

var einmitt að muna að ég verð á kvöldvöktum í vor....langaði bara að segja ykkur það svo það er algjör óþarfi að panta hestatíma fyrir mig.....get kannski skellt í nokkrar pönnsur eftir vakt og komið með til ykkar eftir túrinn......
En Gudda mín 10 stig fyrir hetjuskap...það er líka svo magnað hvað mar mær mikla ofurorku að gera eitthvað sem mar ætlaði sko ekki að gera, not for million dollars. En eftir þannig má mar alveg fara heim og baða sig upp úr egóinu og finnast mar æðislegastur. 10 points. Já komin tími á að breyta nafninu og þar með the image of the crew "ofuriðjurnar" hehehehhehehe LOL þetta var GRíN well well until nexxt time

 
At 11:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe þú ert snillingur ég styð nafnbreytingu. Ef þið komið Millu á hestbak þá á bara eftir að koma okkur Stínu yfir lofthræðslu með því að fara í fallhlífarstökk, as if!!! Hámó er orðinn sjálfhjálparhópur fyrir hvers konar fælni sem fólk kann að hafa, how therapeutic. Keep up the good work hetja Gvends.
Stína kjúklingur

 
At 11:47 f.h., Blogger merkileg said...

Hehehehe þetta með lofthræðsluna sko... ekki feitur sjens að ég þori í eitthvað fallhlífarstökk mar. Yrði alla vega að fá vænan skammt af róandi áður........ finnum okkur bara einhverja aðeins smávaxnari ögrun hummm ha???'

 

Skrifa ummæli

<< Home