sunnudagur, ágúst 28, 2005

sunnudagskveld :/

þá er þessi helgin komin á endapunkt og vinnuvikan byrjar af fullri hörku á morgun. Get svo svarið það að ég væri til í vikufrí amk!!!!! Á föstudagseftirmiðdag og kvöld vorum við skötuhjú í "óvissu"/"fullvissu"ferð með EC-veflausnum. Farið var í Laxnes á hestbak mjög skemmtilegt, hebbbði meira að segja getað fengið sama hest og síðast en langaði að prófa eitthvað nýtt. Gestur og fleiri sem ekki fóru á hestbak voru settir í að grilla og undirbúa þessa fínu veislu. Skemmtilegt kvöld :) mikið sungið, drukkið og haft gaman..... ja eða sko ekki drukku allir c´,) jo man gaman að því. Ég kannaðist nákvæmlega við tvo fyrir utan Gest sem jú ég þekki ágætlega. Gaman að því. Í gær var síðan þessi fína upphitun fyrir leikfimina mar púffffffff. Magga mágk og hennar familía var að flytja í nýja húsið sitt. Ó mæ god hvað ég er ekki þjálfun að þramma upp á þriðju hæð mörg hundruð sinnum og bera dót niður!!!!!! þannig að í dag eru þessu fínu strengir í kálfunum...... minnir mann bara á að sumarið er búið og alvara lífsins fer að taka við. jammm og já. Hámóferð í næstuviku bara spennó :) spurning hvort það sé betra að aðvara landhelgisgæsluna við áður en við leggjum af stað!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home