mánudagur, ágúst 08, 2005

wild irish rose :)

er ennþá high á U2 tónleikunum og efast um að sú víma renni af mér í bráð!!!! þvílík snilld. Viss um að fleiri geti tekið undir þau orð með bros á vör.

við fórum í gær í sveitina að sækja ástina mína einu sem var á sjúkrahúsi hjá föður mínum. mikið var nú góð tilfinning að setjast inn í þessa elsku og keyra hana í kópavoginn án þess að hlusta á ótal bankhljóð og fleira :) sumum finnst þetta nána samband míns og toyotunnar sjúklegt en ég sé ekkert athugavert við þetta. við erum búin að standa saman í gegnum súrt og sætt síðustu 13 ár!!!!! að öðru leyti var þetta hin rólegasta helgi, mikið sofið og etið ........ Leifur pragverji heiðraði okkur með nærveru sinni á laugardagskvöld og kom færandi hendi eins og honum einum er lagið. þeir félagarnir Leifur og Gestur rifjuðu upp kynni sín við becherrocka (hvurnig svo sem það er skrifað) sem er tékkneskt áfengi sem þeir brögðuðu víst ótæpilega á í Vín fyrir einhverjum árum. áhugasamir um smökkun endilega gefið ykkur fram og kíkið við í hjallanum. já og ekki má gleyma auka hámó vegna þess atburðar að Kristín hin londoniska var á landinu og ófært sleppa slíku tækifæri. Næsti hámó verður nánast um leið og Kristín hin danska bregður fæti á íslenska grundu, ja alla vega ekki mikil skekkjumörk. Auk þess sem við Gestur heimsóttum Eskimóana Friðrik og Hallgrím og áttum með þeim ánægjulega kjafta stund...... jammm og já, já og Jóhanna kíkti á okkur á laugardagskvöldið svo þetta var hinn mesta samfundahelgi hjá okkur. Gott mál það.

á morgun kemur Kristjana heim eftir dvöl sína í svíaríki. Hún fór ásamt Guðnýju vinkonu sinni á Heimsmeistaramótið og skemmti sér konunglega eins og gefur að skilja. Hitti þar marga snjalla Íslendinga sem voru í sömu erindagjörðum og hún.
síðast en ekki síst þá er þetta afmælisdagur ömmu Guðbjargar sem hefði orðið 97 væri hún á lífi og skírnardagur Kristjönu. Merkisdagur í fjölskyldunni.
en well bólið kallar ............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home