mánudagur, júní 20, 2005

á ferð og flugi

jammmedí jammmmmm komin grænn sumarfílingur á síðuna eins og glöggir og tryggir lesendur hafa rekið augun í.
Síðasta helgi var andsk.... ljúf. Við fórum í sumarbústaðinn í Grímsnesinu á fimmtudagskvöld og gistum þar tvær nætur. Skelltum okkur smá rúnt á föstudag austur á Kirkjubæjarklaustur með smá útúrdúrum s.s. Leirnahverfi og Skálmabæjarhraun. Á leiðinni heim skelltum við okkur Álftaverið og Landeyjarnar svona fyrst við vorum á ferðinni. Á laugardag fórum við í afmæli vestur að Skerðingsstöðum sem er fyrir vestan Búðardal. Við lögðum land undir dekk og skelltum okkur Uxahryggjaleið sem ég man ekki eftir að hafa farið áður. Mjög gaman. í afmælinu var margt um manninn eða ca 80 manns sem nutu gestrisni Bjargeyjar og Jóns. Þetta var virkilega skemmtilegt góður matur, gott "blávatn" og ljómandi skemmtilegt fólk. Veislan var haldinn í hlöðunni svo ekki þurftu gestir og gangandi að vera á penunótunum. Við Gestur gistum síðan í sumarbústað þeirra Skerðingsstaðabúa og mælum við eindregið með þeim bústað. Áhugasamir geta haft samband við okkur nú eða beint við þau hjón. Æði gæði. Þessi vika stefnir í að vera flandursvika eins og áður hefur gerst. Í dag var það Selfoss, vinnuferð. Á morgun eða miðvikudag sveitaferð til að upplifa sveitastemminguna við að fara með kindurnar á fjall. Á fimmtudag afmæli hjá pa og á föstudag trúlega fjórhjólatúr með Eskimós (ekki samt alveg fastsett dagsetning). Bara grín og gaman. Já synd að segja annað en það sé líf og fjör hjá okkur hjúum í hjallanum. Bjössi bró og hans familí dvelja nú í baunverjalandi í heimsókn hjá systur Bylgju. Síðust fréttir herma að þau hafa það ansi gott og njóta sumarleyfisins. Sandra er í dk eða þá nýkomin heim, minniskubbarnir eitthvað að gefa sig, Jóhanna í Belfast, Bergþóra í Skotlandi, Stína B í Englandi, Stína G í Baunalandi ja hérna hér ansi margir á faraldsfæti þessa dagana. Og síðast en ekki síst mánuður í sumarfrí hjá mér, dí hvað mig hlakkar ýkt til......................

3 Comments:

At 4:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá ... panikkaði smá þegar ég kom á síðuna.. een allt er vænt sem vel er grænt! hehe;) líst vel á.. njóttu flandursins.. leiter

 
At 8:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já grænt er gott.....
er svoooooooo sammála þér með að hlakka til ....SUMARFRí SUMARFRÍ SUMARFRÍ

 
At 11:10 e.h., Blogger merkileg said...

er ekki grænt litur rólegheita???

 

Skrifa ummæli

<< Home