miðvikudagur, maí 25, 2005

kvörtun um bloggleysi....

fékk comment frá mínum heitelskaða að það væri komin tími á blogg :) og auðvitað er ég svo þæg og ljúf kona að ég brást skjótt við.

Ég var á leiðbeinandanámskeiði á Reykjalundi í dag, held nebbbblilega að ég sé orðin svo stór og þroskuð að ég geti tekið iðjuþjálfanema í vettvangsnám í haust. Hlakka til. Annars fengum við vænt flashback bekkjarsysturnar í dag þegar við sátum á fyrirlestri hjá Guðrúnu Pálma, Ingibjörgu Ásgeirs og Kristjönu Fenger, vorum bara mættar í Háskólann á nýjan leik. Annars var bara hollt og gott að fara á fyrirlestrana í dag og fá smá iðjuþjálfafræði í blóðið, var orðið eitthvað þunnt eftir litla slíka iðkun síðustu mánuði heheheheheeh ..... fæst orð bera minnsta ábyrgð!!!!!!

Um helgina verður stefnan tekin á sveitina og í árlega kvennareið borgnesingahestakvenna með tilheyrandi gleðilátum. Búin að fá fínan fák að láni fyrir þessa merku reisu. Hitti Frikka eskimóakappa áðan og tjáði honum að ennþá væri fast sólheimaglott á hámófélaga eftir vellukkaða margumræddu en ekki ofræddu Skorradalsreisu og ég hyggðist fara í tímabundnakynskipti aðgerð til að fá að fara í karlaferðina með Gesti og hans félögum. Var mér tjáð að ég væri velkominn með ef ég eldaði og þrifi hjólinn síðan meðan þeir borðuðu hvar er réttlætið í því, ég bara spyr????? Um síðustu helgi hinsvegar þá dvöldust bróðir minn og mágkona hér eina nótt. Áttum við saman gæðastund við spjall og drykkju eftir teitisheimsókn þeirra til Halla og Láru.

En well segi þetta gott í bili, munið bara að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir...........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home