vorfílingur......................
sit hérna og chilla með pepsi max og "allt í drasli" á skjánnum :) þvílíkur vibbi sem fólk getur haft inn hjá sér. Verra en hjá mér!!!!!!!!! en annars er orðið langt síðan ég hef bloggað, andleysið mikið hefur hrjáð mig. Ég held ég hafi harðsperrur í heilann eftir síðustu viku :/ það voru tvær erlendar konur í Klúbbnum að taka út starfsemina og auðvitað þurfti ég að tala ensku í gríð og erg við þær og útskýra allskonar hluti á því máli. Merkilegt hvað orðaforðinn getur orðið takmarkaður allt í einu, eins og allt sem maður kann dettur bara út. Hummmmmmmm ég náði að redda mér með einhverjum langloku útskýringum, bara gaman að því.
Ég fór í sveitina um helgina og hafði það huggulegt. Sinnti sveitastörfum í gríð og erg, fór m.a. á hestbak svona aðeins til að hita mig upp fyrir miðvikudagskvöldið. Men hvað það verður gaman að fara með stelpunum í hestatúr með reykjófólki og svo má auðvitað ekki gleyma fjórhjólaferðinni á laugardag. Nú eru bara fimm dagar þangað til.... best að drífa sig að dusta rykið af gönguskónum, útigallanum, notófötunum, sundbolnum. Ekki seinna vænna sko!!!!! Ég hef nebbblilega bara tvo daga til að græja mig til áður en ég fer í sveitina aftur. Ég verð í fríi á föstudaginn jibbbbý jei og ætla aftur í sveitina. Gestur er að læra fyrir próf og veitir ekki af frið og ró á meðan :) svo ég nýti tækifærið og sting af.
Annars gengur lífið sinn vanagang hérna í hjallanum. Sumarið er á næsta leiti og gaman að vera til. Allt að gerast, fer að styttast í eggjaferðir niður í hólma, kvennareið, sleppitúrnum og kvennahlaupið. Nú svo má ekki gleyma afmælinu hennar Kristjönu og hans pabba, þau verða 80 ára samanlagt og mar vonast nú eftir nettu boði í tilefni af því. Ég er búin að ákveða að taka sumarfrí í júlí og er búin að leggja inn pöntun hjá veðurguðinum um þokkalegt veður.
Jæja kvöldverðurinn tilbúin og ég farin að borða :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home