þriðjudagur, mars 29, 2005

páskasúmmmmmmm

jæja, þá eru páskarnir flognir framhjá með páskaungunum og páskaeggjunum. Þeir voru fljótir að líða. Það eyðilagði aðeins að þurfa að mæta í vinnu á laugardaginn, fá ekki fimm daga frí en ok þetta var svosem ekki svo slæmt. Við fórum í fermingarveislu á skírdag í familíunni hans Gests. Gaman að því, ég hef ekki séð nema ca 1/10 af þeim sem voru í veislunni. Svo er önnur ferming í hans familí núna 2 apríl. Við kíktum líka í sumarbústaðinn í Grímsnesinu og fórum í sveitina svo við vorum á ferð og flugi þessa daga sem liðu skelfilega hratt. Í kvöld er það svo hámó með iðjugellunum og mig hlakkar mikið til.... þetta eru svo hressar stúlkuskottur :) Svo þarf mar víst að setjast niður og skúbba skattaskýrslunni af og senda. Hún er nú frekar einföld sem betur fer, þarf jú reyndar að smella íbúðaholunni inn á réttum stað.
Glöggur lesandi benti mér góðfúslega á misræmi í síðustu færslum. Hummmm í einni tala ég um að ég sé að fara að sjá Híbýli vindanna og bara kát með það en svo í næsta eða þarnæsta þá segi ég frá hvað Edit Pfaf hafi verið æðisleg :) :) en já sumsé fórum við að sjá Edit og skemmtum okkur ágætlega, kannski svolítið langdregið en gaman sko. Málið er að mig langar mikið að sjá Híbýli vindanna og var einmitt að tala um þegar færslan var gerð.... já svona tekur nú fólk vel eftir og getur velt manni upp úr því heillengi!!!!! þarf ég eitthvað að nefna nöfn??????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home