háfleyg og djúp orð
var búin að hugsa mér að vera háfleyg og djúp, en sú hugsun yfirgaf mig fljótlega eftir að ég settist við tölvuna. svo ég ætla bara að vera ég í einföldu máli.
nú er helginn að baki og það styttist óðfluga í þá næstu, thank god :) við fórum á frábært þorrablót um síðustu helgi og skemmtum okkur konunglega. Horfðum á kvikmyndina "how do you like kolbeinsstaðahreppur" sem í stuttu máli sagt var geðveikislega fyndinn. Í henni voru minnistæðustu atburðir síðasta árs í kolbeinsstaðahrepp tekinn fyrir af áhugaleikurum hreppsins. Tekin voru viðtöl við nokkra fjölmiðlamenn s.s. Loga Bergmann, Sigríði Guðm, Óla Palla og einhverja fleiri og þeir spurðir út í íbúa þessa merka hrepps. Sumir hverjir höfðu nú ekki heyrt hann nefndann. nóg um það.
Ánægjulegt að sjá að Kristín Björg londonmær með meiru er komin í bloggheiminn, hún er snilldarpenni stelpan!!!! Verður gaman að fylgjast með lífinu í London hjá þeim skötuhjúum. Er alveg sammála henni um þættina desperate housewifes þeir eru bara gargandi snilld.
Annað hefur svo sem ekki á daga mína drifið síðan síðast ..... þangað til næst hafið það gott.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home