þriðjudagur, desember 28, 2004

2004

Í lok árs eru alltaf blendnar tilfinningar í brjósti mér. Horfi til baka til ársins sem var og hvað hefur gerst á því. Söknuður í blandi gleði yfir því sem koma skal á nýju ári. Ef horft er á árið 2004 eru stærstu atburðirnir í lífinu íbúðakaup, ferming hjá brósa (alltaf skrýtið þegar litlu systkini manns gera fullorðins hluti sko), Edinborgarferð, skipta um vinnu, hestaferð um verslunarmannahelgina já og svo ótal margt annað sem er óþarfi að telja upp.... sumt hvað best geymt í hjarta mér. Með nýju ári koma ný ævintýri sem verður ögrandi að takast á við. Er ekki bara viðeigandi að vera smá væmin ha????? kannski ekki alveg ég en samt.......

Við erum búin að eiga yndisleg jól (áfram heldur væmnin, verð að fara til læknis og fá skammt af testersteroni til að vega upp á móti þessu öllu) við fórum í kirkju kl 18:00 á aðfangadag. Nokkuð sem ég hef aldrei gert áður en verður án efa hluti af jólunum hér eftir. Mjög notaleg stund. Var búin að elda matinn áður en við fórum í kirkju svo þegar heim var komið þurftum við bara að skerpa undir pottunum og búa til forréttinn, setjast síðan að borði og raða í sig kræsingum. Opna síðan dásamlegar gjafir, verð alltaf jafnundrandi á hverju ári yfir hvað ég fæ flottar og fínar gjafir :) Á jóladag var síðan hefðbundið jólaboð í Dalselinu og síðan brunað í sveitina þar sem við vorum fram að mánudagskvöld. Boð hjá ma og pa á annan dag jóla, rólegt og næs.

Vinnuvikan byrjuð á ný, sú síðasta á þessu ári.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home