föstudagur, desember 24, 2004

Þorláksmessa

jæja gott fólk þá er aðfaranótt aðfangadags runninn upp.... kl er 01:05 að kvöldi Þorláksmessu og örugglega einhverjir að blóta Þorláki með öl í hönd. Spurning hvernig jólasteikin fer í þá aðila. Við Gestur erum búin að vera eins og spítí gonsales og taka til og þrífa, og það bara orðið rosalega jólalegt hjá okkur og notalegt. Eitt leiðindaverkefni eftir sem ég er búin að fresta til morguns en það er að taka til á eldhúsborðunum.... men hvað það er leiðinlegt að taka til, hef örugglega verið fjarverandi í móðurkviði þegar þeirri nennu var úthlutað (þ.e. að nenna að taka til og þrífa).
Já og Já þannig er nú það.... en alla vega hafið það gott um jólin og farið varlega í gegnum gleðinnar dyr og rennið ekki á svellinu :)

Gleðileg jól

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home