mánudagur, nóvember 29, 2004

Heimsendir í nánd???

Okkur hjúum varð það á í gær að álpast inn í Garðheima og guð hjálpi mér. Ég get svo svarið það að fólk er að missa sig, fyrsti sunnudagur í aðventu og hálfur annar helvítishellingur af fólki með brjálaðan kaupglampa í augunum á hlaupum í búðinni. Já sagt og skrifað á hlaupum, ótrúlegt. Nánast eins og heimsendir væri í nánd og til að lifa af ættiru að eyða eins miklum pening og mögulegt er á sem fæstum mínútum. Já þannig er nú það. Ég þaut inn á ógnarhraða svona til að skera mig ekki úr fjöldanum og upp á aðra hæð, reif double tape úr hillunni strunsaði að kassanum til að borga og hljóp út. Hver segir svo að ég geti ekki falið mig í fjöldanum?????

Annars var helgin afspyrnu róleg, við fórum á aðventukvöld í Seljakirkju. Sem jú var alveg ágætt, nema hvað ég þoli ekki þegar kórar missa sig í einhverju listrænum söngvum og gleyma gleðinni sem á að fylgja aðventunni. Það er virkilega gaman að vera flutt í nýtt hverfi og geta gagnrýnt jólaskreytingar annarra hehehehehe fyrri nágrannar voru svo fyrirsjáanlegir að ég var búin að dissa það dæmi allt. Hef eins og áður sagði heilu blokkirnar til að glápa á í stjörnukíkinum eða þannig. Alveg merkilegt hvað það er til mikið af ósmekklegum skreytingum, jakkkkkkkkkkkk, sem betur fer er líka til fullt af smekklegu fólki. En jæja ætli sé ekki komið nóg af tuði í bili, er farin að horfa á Survior :)
bæjó spæjó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home