þriðjudagur, nóvember 23, 2004

hitt og þetta, en aðallega þetta :)

Jæja þá er ein enn vikan lögð afstað í þessu lífi og gott betur en það, kl orðin eftir vinnu á þriðjudegi.
Við áttum ágætis helgi heima hjá okkur um helgina, Gestur lærði og lærði og vann og vann og ég föndraði. Við fórum svo í Tómasarmessu í Breiðholtskirkju á sunnudagskvöldið og komum heim endurnærð eftir andlegt fóður og sakramenti. Aldrei upplifað eins sterkt tilfinningaflæði hjá mér í messu áður, skrýtið. Finn enga rökrétta skýringu á því. Varð eiginlega bara alveg hissa c´,)
Í dag var ég í starfskynningu í Klúbbnum Geysi og líkaði það ljómandi vel. Fáir klúbbmeðlimir mættu í dag, spurning um hvað Sonja hefur gert við þá í gær???? Ha Sonja :) hehehhehehehe nettur djókur hér á ferð. Ætla síðan að halda áfram í föndrinu eða heklinu í kvöld og annað augað á sjónvarpsskjáinn, vonandi eitthvað áhugavert í því.
Verð að tjá mig um eitt málefni enn, get svo svarið það, ég hélt ég myndi aldrei nokkurn tímann í þessu lífi kaupa mér geisladisk með Robby Williams. En jæja ég keypti mér greatest hits í fríhöfninni um daginn og hann er bara stórfínn. Ja hérna hér svona gerast undrin. En annars kom diskur ársins út í gær 22. nóvember þegar U2 gaf út how to dismantle a antomic bomb, á bara eftir að kaupa mér hann við fyrsta tækifæri og um leið og bankareikningurinn segir Guðbjörg þú mátt !!!!! gargandi snilld, er búin að hlusta á hann á netinu á www.u2.com Nema auðvitað ég fái hann í jólagjöf :) eða í skóinn fyrir að vera þæg og góð stúlka!!!!! já ekki orð um það meir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home