þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Góðfúslegt blogg að hætti Guðbjargar

mér var góðfúslega bent á að það hefði ekki verið skrifaður stafur hér inn síðan 5. nóvember. Og auðvitað settist ég við tölvuskjáinn og ætlaði að skrifa eitthvað ansi hreint smellið en þá yfir gaf andinn mig og ég sit hér andlaus og hvað eru mörg og í því?????? Lífið gengur sinn vanagang, ég browsa á netinu að nýju starfi og sendi út umsóknir :) það vonandi skilar einhverju skemmtilegu. Ef einhver veit af áhugaverðu starfi og ekki sakar að launin séu há, þá endilega láta mig vita á netfangið gudbjorg@svaka.net ekki feimin koma svo......... Er opin fyrir mörgum tilboðum nema ekki þrífa hús nenni því ekki heima hjá mér svo afhverju ætti ég að stunda það heima hjá öðrum???? ok, væri samningsatriði ef ég fengi 10 þús á tímann.
Við hjúin tókum flísasyrpu um helgina og vonandi heldur sú syrpa áfram eitthvað út vikuna. Get svo svarið það að ég sé loksins fyrir endan á flísalögn mínus fúgur. Hlaut að vera einhver mínus í þessu. En fjandakornið það hlýtur að vera fljótlegra en líma þessar skrattans flísar á veggina!!!! Skellti mér eftir vinnu í gær og rifjaði upp handtökin við parketlögn með foreldrum mínum, ég svei mér þá mundi þetta ennþá og líka að það er miklu skemmtilegra að parketleggja en flísaleggja. Er einhver til í að skipta við mig?????? Held samt að iðnaðarmannajobbbbb sé ekki fyrir mig. En jæja svona er lífið og tilveran á lundinum í dag :) magnaðar bylgjur í lofti og sólin skín. En talandi um Bylgjur, sendi hér með risaknús til Bylgju hetju á Akranesi knússsssssssssssssssssssssssssss hugsa til ykkar á hverjum degi :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home