þriðjudagur, nóvember 02, 2004

kominn heim í heiðardalinn eftir að hafa farið í víking til Skotlands, jibbbý kóla hvað þetta var skemmtilegt. Yndislegt að fara svona í smá frí og upplifa nýjar lendur. Við fórum m.a. í helling af búðum, skoðum flottan kastala, whisky verksmiðju, ullarmarkað, veitingastaði, garð, já og örugglega ýmislegt fleira. Keyptum nú ekki eins mikið og við ætluðum okkur, erum svo fja..... hógvær nú eða svona léleg að leita, var búin að sjá skóbúðirnar í hillingum og kaupa mér amk 1 skópar en nei nei ég kem heim án þess að eiga nýja skó púffffffffffff en ég verð að lifa við það......... fann ekkert sem passaði mér. Well þýðir ekki að skæla yfir því. Edinborg er mjög falleg borg með eldgömlum byggingum í bland við nýrri, þarf að fara þangað aftur til að skoða meira, kom mér á óvart hversu snyrtileg hún virtist vera þar sem við fórum um.
Segi þetta gott í bili :) Heilinn er ekki alveg í formi til að láta einhverjar upplýsingar frá sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home