föstudagur, október 15, 2004

"það er komið sumar og sól í heiði skín, vetur burtu farinn og tilveran er fín" jæja eða svona allt að því það eru ekki nema ca 6 og 1/2 mánuður í sumar á nýjan leik :) Við Gestur erum með sérstakan heiðursgest þessa helgina, Gummi Baddi frændi er hjá okkur og við dekrum hann út í eitt. Drengurinn er búin að snara fram óskalista um hvað væri gaman að gera á morgun ........ svona á fólk að vera mar, ekkert að vesenast með hlutina heldur segja bara hreint út hvað það langar!!!!! Efst á óskalistanum er rúntur um Kolaportið, skreppa í sund, í Nexus og svo auðvitað í bíó... Hann er orkubolti mikill :) Spennandi og skemmtilegt.

Við gömlumunin erum ekki með neitt sérstakt plan á prjónunum nema þá að dekra drenginn og fara í barnaafmæli á sunnudaginn til Halla. Pilturinn verður eins árs á þriðjudaginn sem þýðir að á mánudaginn eigum við Gestur árs trúlofunarafmæli ... finnst þetta ekki alveg raunverulegt hvað tíminn hefur liðið hratt og margt búið að gerast á stuttum tíma í lífi okkar. Ég fór í saumó í gærkvöldi eða hámó eins og sumir vilja kalla það hehehehe kannski það sé réttara nefni eða þá hekló.... ég kippti með mér tarot spilunum og spáði fyrir þeim frægð og frama eins og mér einni er lagið hehehehehe.... Það var rosalega gaman og æðislegt að fá þetta tækifæri til að æfa sig.... misjafnt að lesa úr spilunum fyrir hverja og eina.... en vonandi eru allir sáttir og kátir með það. Var að lesa á blogginu hennar Stínu fínu að hún er mjög sátt, takk takk takk.

Fór í nudd áðan eftir 8 vikna hlé og ó mæ god hvað það var hrikalegarosalegasvakalega vont mar og eiginlega nokkuð ljóst að hestatrampið í byrjun september er ennþá í kroppnum mínum :/

En jæja held það sé best að skella sér undir feld og sofa hratt og mikið í nótt og vakna síðan eldeitilsprækur í fyrramálið og dekra drenginn enn meir.

knús og góða helgi allir saman

Munið að vera góð við hvort annað og knúsist eins mikið og þið getið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home