þriðjudagur, október 05, 2004

alveg er þetta furðulegt með Íslendinga, við þurfum alltaf að gera svo mikið af öllu og alltaf allt strax. Á leiðinni heim úr vinnunni í dag var ég að hlusta á útvarpið (já ótrúlegt en satt, útbardið í gamla virkaði!!!!) og þá var verið að auglýsa heimsins besta dávald á Brooooodway næsta sunnudag. Sætin eru örugglega ekki einu sinni orðin almennilega köld síðan síðast dávaldur dáleiddi fólk í hrönnum. Ætli það séu þeir sömu sem flytja þennan inn????? Svona er þetta með tónleika, þ.e. erlendir listamenn koma til Íslands eyju út í ballarhafi og spila. Gott og blessað. Einu sinni kom ekki nokkur hræða en núna síðasta sumar komu óteljandi og mar þurfti helst að fara á tónleika á hverri helgi til að ná að fylgjast með. Þið megið ekki misskilja mig og halda ég sé á móti þessu öllu. Heldur finnst mér alveg ótrúlegt hvað við erum öfgakennd í því sem við tökum okkur fyrir hendur hér á landi. jamm og já þá er tuð dagsins á enda og ég kveð með bros á vör :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home