Hún átti afmæli í gær, hún átti afmæli í gær, hún átti afmæli hún Bylgja, hún átti afmæli í gær. Jæja þá erum við bæði búin að synja fyrir hana í hljóði sem betur fer fyrir alla hlutaðeigandi aðila, ja alla vega er það betra fyrir fólk að ég syngi í hljóði. Var fjarverandi í móðurkviði þegar sönghæfileikum var útdeilt eins og áður hefur komið fram á þessari merku síðu.
Helgin að baki og skyndilega komin þriðjudagur með þessari fínu haustrigningu. Fór í skemmtilegan útreiðartúr með ættingjum um helgina í sól og blíðu, þegar við komum aftur að Skiphyl á sunnudagseftirmiðdegi þá fengum við hellllllihelvítisdembu. Svona til að vinna upp góðra veðrið síðustu daga. Búin að setja inn myndir úr ferðinni. Við lentum í smá ævintýrum en það er nú bara viðeigandi fyrir þennan hóp, engin datt af baki en nokkrir duttu af sínum tveim jafnfljótum eða jafnseinum fer eftir hver á í hlut..... förum ekki nánar út í það ;) Gæti bara skapað hlátur og það er bara vesen ............. Nú eru leitir eftir tvær vikur og réttir þá að sjálfsögðu líka, hlakka mikið til. Búin að tala við þennan á "efri hæðinni" um að það verði gott veður og þokkalega þurrt!!!
Jamm og já segjum þetta gott í bili. adios amigos
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home