jæja þá er fyrsta fríhelgin í langan tíma að baki og hún var líka fanta fín :) við fórum í sveitasæluna og vorum þar í góðu yfirlæti. Ja eiginlega of góðu þvílíkt magn að góðum mat sem rann ljúflega niður í maga og svo áfram niður..... fer ekki nánar út í það ...................... erfitt að hemja sig hehehehehehe
ég skellti mér á hestbak eftir langar hestlausarvikur. fór í snilldarútreiðartúr með jóa og steina að sækja merar í graddagirðinug á næsta bæ. ekki vildi betur til en bæði hesturinn og ég fórum kollhnís á leirnum... það eina sem meiddi sig var sjálfsálit okkar beggja :) hehehehe verst af öllu var nú samt sko að gestur var á bílnum að fylgjast með okkur frá landi og nýbúin að bregggda kíkirnum á loft til að sjá hvernig okkur gengi hummmmmmm hann þurfti nú ekkert að sjá þetta. alltaf best að detta án vitna finnst mér, félagarnir sem voru með mér misstu af byltunni því þeir voru á undan. um kvöldið fór ég svo í stuttan túr með mömmu og kristjönu ferlega gaman, held ég hafi aldrei á ævinni farið með þeim saman í útreiðartúr :) bara gaman. markmiðið með þessum túrum var jú að sjálfsögðu að skemmta sér en líka að þjálfa sig fyrir 4 daga túr um næstu helgi. hlakka geggt til (hljóma eins og hinir unglingarnir) við verðum 20 manns með á milli 80-100 hesta, bara gaman og ég óska hér með eftir góðu veðri takk!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
þar fyrir utan þá er ég að fara í sumarfrí eftir versló og men hvað ég ætla að hafa það gott og njóta þess að vera til
knapinn kveður að sinni
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home