þriðjudagur, júní 29, 2004

tókum að okkur smá pössunarhlutverk í dag á ungri labrador tík, hún fékk að vera með okkur í framkvæmdum í íbúðinni. Við vorum að setja spónarplötur innan á veggina á baðherberginu og þurftum við að passa að bora ekki nefið af tíkinni. Hún er algjörlega óhrædd við borvélar og sagir, þrátt fyrir hávaða í þessum græjum. Ég hélt hún yrði skíthrædd, en nei nei við þurftum að gæta okkar hvar hún var á meðan við vorum með rafmagnsverkfæri. En annars er allt bara ljúft af okkur að frétta, yndislegt að vera í sumarfríi og dunda sér :) júlí mánuðurinn í vinnunni verður vonandi fljótur að líða þar til ég fer í frí í ágúst aftur. Þá ætla ég að liggja í leti og hafa það næs á meðan Gestur lærir fyrir sumarpróf :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home